Dægradvölin fullmönnuð

Búið er að ráða í allar lausar stöður í dægradvöl Salaskóla. Nýr umsjónarmaður eru Auðbjörg Sigurðardóttir og sér hún um daglegt skipulag en skráningar og fjármálaumsýsla er í höndum skólaritara, hennar Ásdísar. Aðrir starfsmenn í dægradvöl eru Svana, Álfheiður, Margrét, Íris Hólm, Birkir og Fatmir.

Við biðjum foreldra um að staðfesta skráningu og dvalartíma hið fyrsta. 

Dægradvölin opnar þriðjudaginn 25. ágúst. Við mælumst þá til þess að 1. bekkingar byrji ekki fyrr en daginn eftir og best er að láta þá byrja rólega.

Birt í flokknum Fréttir.