Öskudagsskemmtun í Salaskóla

Á öskudag verður skemmtun í Salaskóla fyrir alla krakka í 1. – 7. bekk. Hún hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 14:30. Allir eiga að mæta í grímubúningi eða öðruvísi en venjulega. Stiginn verður dans, farið í leiki, valinn frumlegasti búningurinn og svo er hægt að fá andlitsmálun fyrir þá sem vilja.

Að þessari skemmtun standa Foreldrafélagið, Salaskóli og Fönix.

Birt í flokknum Fréttir.