sl_002web.jpg

Sól og vor í Salaskóla

sl_002web.jpgÞegar sólin skín úti er eins og allt verði svo miklu auðveldara í skólastarfinu okkar. Bros leikur á vör nemendanna og þráin eftir að fá að hoppa og skoppa verður svo sterk.  Allir vilja komast út í góða veðrið. Kennararnir grípa gjarnan tækifærið og færa kennsluna út undir bert loft þar sem sólin vermir allt og alla. Léttleikinn birtist jafnt í lund sem klæðaburði – stelpur og strákar í  litríkum bolum og stuttbuxum – sjást skjótast
hjá til að höndla vorið. Já, vorið er víst komið til okkar hér í Salaskóla.  Myndin sýnir mávana "hoppa" inn í vorið. 

Birt í flokknum Fréttir.