Aðalfundur SAMKÓP

 

Samtök foreldrafélaga við grunnskóla Kópavogs

Aðalfundur SAMKÓP verður haldinn fimmtudaginn 4. júní 2009 í Salaskóla og hefst kl. 20:00.  Stefnt er að því að fundur ljúki um kl 21:30


Dagskrá:

  • 1. Fundur settur
  • 2. Skýrsla stjórnar
  • 3. Umræður um skýrslu stjórnar
  • 4. Ársreikningur kynntur og lagður fram til samþykktar
  • 5. Kosningar (aðalmenn, varamenn, skoðunarmenn reikninga og fulltrúi foreldra í skólanefnd)
  • 6. Önnur mál
  • 7. Fundi slitið

Allir foreldrar grunnskólabarna í Kópavogi eiga rétt á setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti og geta boðið sig fram til stjórnarkjörs.  Samkóp óskar eftir áhugasömum foreldrum til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu, til þess að styrkja starfið enn frekar!

Fræðslufyrirlestur:  "Hvert stefna menntamál í Kópavogi á komandi árum?"

Að loknum aðalfundi og kaffiveitingum –  kl. 20:30 mun fulltrúi frá skólanefnd Kópavogsbæjar  flytja áhugaverðan fyrirlestur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara þar sem farið verður yfir það hvernig Kópavogsbær sér þróun menntamála á komandi árum, í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna.

 

Fundurinn er opinn ÖLLUM foreldrum grunnskólabarna í Kópavogi.  Mikilvægt er að hvert foreldrafélag við grunnskóla Kópavogs eigi a.m.k. einn fulltrúa á aðalfundinum.

Kópavogur, 28. maí 2009

Stjórn SAMKÓP

Birt í flokknum Fréttir og merkt .