gerpur_kristn_001small.jpg

Rithöfundur sótti okkur heim

gerpur_kristn_001small.jpgNú í morgunsárið kom rithöfundurinn Gerður Kristný í heimsókn í skólann og hitti alla nemendur í 1. – 5. bekk. Gerður sagði frá barnæsku sinni, kynnti eldri bækur sínar eins og Mörtu Smörtu, Garðinn og Ballið á Bessastöðum og las síðan úr nýjustu bókinni Prinsessunni á Bessastöðum.  Krakkarnir kunnu vel að meta frásögn Gerðar, hlustuðu af athygli og skemmtu sér hið besta. Það er afar kærkomið að fá góðar heimsóknir sem þessar, þær eru tilbreyting frá hversdagsleikanum og brjóta upp skammdegið.  

Birt í flokknum Fréttir.