Innritun í framhaldsskóla – kynningarfundur

Miðvikudaginn 3. mars verður kynningarfundur um innritun í framhaldsskóla í vor. Sölvi Sveinsson kemur frá menntamálaráðuneytinu og segir frá breyttum aðferðum og svarar fyrirspurnum. Mikilvægt að foreldrar mæti og kynni sér málið. Fundurinn verður  kl. 20.00 hér í Salaskóla. Á hann eru einnig boðaðir foreldrar úr nágrannaskólunum.

Birt í flokknum Fréttir.