hjlatrsmall_010.jpg

Hjólaferðir í blíðviðrinu

hjlatrsmall_010.jpgÍ blíðviðrinu undanfarna daga hafa margir kennarar farið út með bekkina sína og nám farið fram utan dyra.  Starfsfólk og krakkar í dægradvölinni gerðu sér einnig lítið fyrir í dag og fóru í hjólatúr saman í nágrenni skólans. Þau höfðu nesti með í för og ætluðu að gæða sér á því í Ársölum.

Gaman var að sjá hjólastrolluna leggja af stað frá skólanum, allir með hjólreiðahjálmana á sínum stað og eftirvæntingin skein úr andlitunum. hjlatrsmall_013.jpg

Birt í flokknum Fréttir.