Fulltrúar nemenda í skólaráð

Aldís Anna Ingþórsdóttir og Jónas Orri Matthíasson voru kosin aðalfulltrúar nemenda í skólaráð Salaskóla. Varafulltrúar voru kosnir Elsa Jónsdóttir og Steinunn Ýr Hilmarsdóttir. Auk þeirra sitja í skólaráði fulltrúar starfsmanna og foreldra. Skólaráð fundar mánudaginn 4. október kl. 16:00

Lesa meira

Stundaskrá og starfsáætlun

Skipulag og stundaskrá Skipulag og kennsluhættir Salaskóla markast af stefnu og markmiðum skólans.  Áhersla er á einstaklingsmiðað nám, að koma til móts við þarfir, áhuga og getu hvers og eins.  Í því skyni er áhersla lögð á samstarf milli árganga. Skipulag af þessu tagi gefur aukna möguleika á sveigjanleika í skólastarfinu og að komið […]

Lesa meira

Stöðvum einelti – borgarafundir

Nú stendur yfir eineltisátak Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT í samstarfi við Símann, mennta-  og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila, með fundum sem haldnir eru á 11 stöðum á landinu. 

Lesa meira

Frá tómstundafélögum

Við hvetjum foreldra til að skoða heimasíður íþrótta- og tómstundafélaga. Við birtum á facebooksíðu skólans upplýsingar um tómstundastarf eftir því sem þær berast okkur. Við dreifum ekki fjölritum um slíkt með nemendum. 

Lesa meira

Skipulagsdagur 1. október

Föstudaginn 1. október er sameiginlegur skipulagsdagur allra skólanna í Kópavogi. Þann dag fellur öll kennsla niður.

Lesa meira

Fjölgreindaleikar 29. og 30. september

Næsta miðvikudag og fimmtudag verða fjölgreindaleikar í Salaskóla. Allir nemendur skólans taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 10 manna aldursblandaða hópa og eru 9. og 10. bekkingar hópstjórar.

Lesa meira

Samræmd próf

Vikuna 20. – 24. september verða  samræmd próf lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 10 bekk.  Prófin eru ætluð til þess að meta stöðu sérhvers nemanda í  viðkomandi námsgreinum. 10. bekkur Íslenska – mánudaginn 20. september Enska – þriðjudaginn 21. september Stærðfræði – miðvikudaginn 22. september 4. og 7. bekkur Íslenska – fimmtudaginn […]

Lesa meira

Salaskóli hreppti silfrið

Skáksveit Salaskóla lenti í 2. sæti á Norðurlandamóti grunnskóla í skák. Sveitin hlaut 11,5 vinninga. Norska sveitin varð Norðurlandameistari með 19 vinninga og í 3. sæti varð sænska sveitin með 9,5 vinning.

Lesa meira

Salaskóli gjörsigraði Dani

Eftir sárt tap gegn Norðmönnum í gær gerðist það sem Íslendingar elska,
við unnum A lið Danmerkur 4:0

Ísland skaust því upp í annað sæti með því að gjörsigra Dani.

Lesa meira

Íslandsmeistarar á Norðurlandamóti

Íslandsmeistaralið Salaskóla mun keppa á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram nú um helgina. Keppt verður á Tranum strand sem er bær norðarlega á Jótlandi.

Lesa meira

Val í unglingadeild

Smellið á tengilinn til að velja. Val í unglingadeild – 1. tímabil 2010-2011

Lesa meira

Knáir fyrstubekkingar

matur1bekkur.jpgFyrstubekkingarnir okkar í Salaskóla eru afar duglegir og jákvæðir krakkar sem hefur gengið vel að byrja í skólanum. Augljóst er að þau koma vel undirbúin frá leikskólanum því það er lítið mál fyrir þau að fara eftir fyrirmælum og gera eins og þau eru beðin um.

Lesa meira