Góður árangur skólans í meistaramóti Kópavogs


Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið fimmtudaginn 17 mars sl í Álfhólsskóla. Salaskóli sendi marga til leiks, 10 keppendur voru í yngri flokki og 16 nemendur í þeim eldri sem er aðsóknarmet hjá okkur. Gengi nemenda okkar var mikið og gott og má lesa  nánar um úrslitin hér fyrir neðan. Á myndinni er Hilmir Freyr sem var í öðru sæti og hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. 

 

Lesa meira

Níundubekkingar á Laugum

Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim. Ungmennafélag Íslands rekur skólabúðirnar. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim til baka á föstudagseftirmiðdegi. Aðstaða er öll hin glæsilegasta. Nú er komið að nemendum okkar í kjóum og krummum að dvelja á Laugum og spenningurinn leyndi sér ekki […]

Lesa meira

Útikennslustofa í Smalaholti

5. nóvember var sameiginleg útikennslustofa Salahverfis opnuð.   Það eru skólarnir Fífusalir, Rjúpnahæð og Salaskóli sem hafa sérstaka aðstöðu þar og sjá um stofuna. Stofan er neðarlega í Smalaholti út frá götunni Örvasölum.  Hægt er að komast að stofunni frá Salaskóla um undirgöng undir Fífuhvammsveg og ganga stíg sem fer í gegnum golfvöllinn. Hún er […]

Lesa meira

Hugmyndabanki fyrir útikennslu

  Vefsíður:  Komdu og skoðaðu Landakort Fjaran og hafið Plöntuvefurinn Fuglavefurinn Náttúruskóli ReykjavíkurVeðurstofa Íslands                      Áhugaverðar innlendar slóðir fyrir útikennslu:Verkefnabankinn: LESIÐ Í SKÓGINNÁhugaverðar erlendar slóðir fyrir útikennslu:Uteskole Tips til uteskole Uteskoleveven Den naturlige skolesekken Skoven i í skolen Nature detectives               […]

Lesa meira

Öskudagsgaman – fullt af myndum

Líf og fjör var í Salaskóla í dag, öskudag, en þá mættu nemendur í grímubúningum í skólann og glímdu við hin margvíslegu verkefni. Í salnum var m.a. sungið, dansað og farið í húllakeppni en í kennslustofum og íþróttasal voru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíktu á. Það var t.d. hægt að búa til kókoskúlur, snúa vinabönd, spila og láta mála sig svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir undu hag sínum vel og mikil stemmning var í skólanum meðan á þessu stóð. Endað var á pylsuveislu þar sem allir gæddu sér á pylsum með tilheyrandi meðlæti við pylsuvagnana sem staðsettir voru víða um skólann. Nemendur voru svo leystir út með nammipoka sem foreldrafélagið splæsti á þá og fóru heim með bros á vör eftir hádegið. Myndir voru teknar sem sýna svo sannarlega hversu glaðir krakkar voru í Salaskóla þennan morguninn. Sjá myndband frá söng yngstu nemenda í salnum.

Lesa meira

Salaskóli sigrar í elsta og yngsta flokki á Kópavogsmeistaramótinu

Sveitakeppni grunnskóla í skák í Kópavogi var mánudaginn 7. mars 2011 í Salaskóla. Keppnin hófst með skráningu kl 13:40.  Mótið fór síðan í gang  kl 14:30. Tefldar voru 5 umferðir. Keppt var í 4 manna liðum og mátti hvert lið hafa 1 til 2 varamenn. Keppt var einnig í þremur aldurshólfum. Þannig:  
1.-.4 bekkur  Yngsta stig
5.-.7 bekkur  Miðstig
8.-.10 bekkur Unglingastig.
Hvert lið er skipað keppendum úr viðkomandi aldurshólfi en leyfilegt er að færa yngri nemendur upp í eldri aldurshólf til að tryggja fullskipuð lið á hverju stigi fyrir sig. Alls mættu 40 lið til keppninnar og hefur annar eins fjöldi skákmanna aldrei sést í Kópavogi.

Lesa meira

Katrín vann Stóru upplestrarkeppnina

Hin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk var haldin í Salnum 8. mars sl. Keppendur voru frá flestum grunnskólum í Kópavogi. Sigurvegari varð Katrín Kristinsdóttir sem er nemandi okkar í fálkum hér í Salaskóla. Við óskum Katrínu innilega til hamingju með árangurinn. Meðfylgjandi mynd er af þeim sem voru í þremur efstu sætunum.

Lesa meira

Öskudagur í Salaskóla

Á öskudag verður skóladagurinn dálítið öðruvísi en venjulega. Það verður nefnilega öskudagsgleði í skólanum og dagskráin fjörug og fjölbreytt. Allir mega koma í búningum og þess vegna þarf ekki að mæta fyrr en kl. 9:00, en skólinn opnar samt á venjulegum tíma og allir eru velkomnir strax þá. Svo er ýmiskonar dagskrá, leikir, söngur, […]

Lesa meira

Upplestrarkeppni

Í morgun, föstudaginn 4. mars, var hin árvissa upplestrarkeppni í 7. bekk. Sjöundubekkingar hafa verið að æfa sig að undanförnu fyrir keppnina og nú var komið að því að velja fulltrúa til þess að fara á Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin í vor eins og venjulega. Í salnum var hátíðleg stund þar sem nokkrir vaskir lesarar […]

Lesa meira

Meistaramót Kópavogs á mánudaginn

Meistaramót Kópavogs verður haldið mánudaginn 7. mars og hefst klukkan 13:40 og stendur til kl. 17:00. Fjölmargir nemendur frá Salaskóla taka þátt í meistaramótinu. Meðfylgjandi er listi yfir þá sem gefst kostur á að fara á mótið og þeir hinir sömu þurfa að muna að hafa nesti meðferðis.

Lesa meira

Skólahreysti í gangi

Fyrstu þrír riðlar í Skólahreysti MS fóru fram í gær 3. mars í Íþróttahúsinu í Smáranum. Í einum þeirra riðla var lið Salaskóla sem stóð sig með mikilli prýði í sínum þrautum og sýndi hreysti sína í hvívetna. Í liði skólans voru þau Kristín Gyða,  Hans Patrekur, Óliver, Hlín, Þórunn Salka og Jón Pétur. Sjá nánari úrslit hér.  

Lesa meira