Útikennslustofa í Smalaholti

5. nóvember var sameiginleg útikennslustofa Salahverfis opnuð.   Það eru skólarnir Fífusalir, Rjúpnahæð og Salaskóli sem hafa sérstaka aðstöðu þar og sjá um stofuna.

Stofan er neðarlega í Smalaholti út frá götunni Örvasölum.  Hægt er að komast að stofunni frá Salaskóla um undirgöng undir Fífuhvammsveg og ganga stíg sem fer í gegnum golfvöllinn. Hún er merkt með rauðum hring inn á kortið.

Viðveru í útikennslustofunni þarf að panta. Aðgangur hefur verið sendur til þeirra sem hlut eiga að máli. Hér sést hvað hefur verið pantað og hvað er laust.   

Pantið hér

 

Birt í flokknum Fréttir.