Öskudagsgaman – fullt af myndum

Líf og fjör var í Salaskóla í dag, öskudag, en þá mættu nemendur í grímubúningum í skólann og glímdu við hin margvíslegu verkefni. Í salnum var m.a. sungið, dansað og farið í húllakeppni en í kennslustofum og íþróttasal voru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíktu á. Það var t.d. hægt að búa til kókoskúlur, snúa vinabönd, spila og láta mála sig svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir undu hag sínum vel og mikil stemmning var í skólanum meðan á þessu stóð. Endað var á pylsuveislu þar sem allir gæddu sér á pylsum með tilheyrandi meðlæti við pylsuvagnana sem staðsettir voru víða um skólann. Nemendur voru svo leystir út með nammipoka sem foreldrafélagið splæsti á þá og fóru heim með bros á vör eftir hádegið. Myndir voru teknar sem sýna svo sannarlega hversu glaðir krakkar voru í Salaskóla þennan morguninn. Sjá myndband frá söng yngstu nemenda í salnum.

  

Birt í flokknum Fréttir.