Salaskóli sigrar í elsta og yngsta flokki á Kópavogsmeistaramótinu

Sveitakeppni grunnskóla í skák í Kópavogi var mánudaginn 7. mars 2011 í Salaskóla. Keppnin hófst með skráningu kl 13:40.  Mótið fór síðan í gang  kl 14:30. Tefldar voru 5 umferðir. Keppt var í 4 manna liðum og mátti hvert lið hafa 1 til 2 varamenn. Keppt var einnig í þremur aldurshólfum. Þannig:  
1.-.4 bekkur  Yngsta stig
5.-.7 bekkur  Miðstig
8.-.10 bekkur Unglingastig.
Hvert lið er skipað keppendum úr viðkomandi aldurshólfi en leyfilegt er að færa yngri nemendur upp í eldri aldurshólf til að tryggja fullskipuð lið á hverju stigi fyrir sig. Alls mættu 40 lið til keppninnar og hefur annar eins fjöldi skákmanna aldrei sést í Kópavogi.

 

 

Keppendur komu frá Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Smáraskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla.

Mótið var styrkt af  Skákstyrktarsjóði Kópavogs og afhenti Hafsteinn Karlsson skólastjóri Salaskóla verðlaun fyrir bestan árangur. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. Skádómarar voru Helgi Ólafsson og Smári Rafn Teitsson

Helstu úrslit:

Efstu 3 unglingalið flokki A liða:

1. Salaskóli Ung A lið            18 vinningar

2. Vatnsendaskóli Ung A lið      14 vinningar

3. Smáraskóli Ung A lið            12, 5 vinningur

 

Efstu 3 miðstigsliðin í Flokki A liða:

1. Álfhólsskóli Mið A lið          17 vinningar  39,5 bhols stig

2. Salaskóli Mið A lið           17 vinningar  39 bhols stig

3. Vatnsendaskóli Mið A lið     17 vinningar  28 bhols stig

 

Efstu 4 yngstastigsliðin í flokki A liða

1. Salaskóli Yngsta A lið       14 vinningar

2. Smáraskóli Yngsta A lið        12,5 vinningur     hlutkesti

3. Hörðuvallaskóli Yngsta A lið  12,5 vinningur     hlutkesti

4. Snælandsskóli Yngsta A lið   12,5 vinningur     hlutkesti

 

Besta B lið í unglingaflokki:

Lindaskóli Ung B lið                   11,5 vinningur

Bestu B og C lið á miðstigi:

Salaskóli Mið B lið                     14 vinningar

Salaskóli Mið C lið                     10 vinningar

 

Bestu B, C, D og E lið á Yngsta stigi:

Salaskóli Yngsta B lið               11,5 vinningur

Kársnesskóli Yngsta C lið              9 vinningar


Salaskóli Yngsta D lið
               9,5 vinningur

Kársnesskóli Yngsta E lið              8 vinningar

 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .