laugar_i_saelingsdal2

Níundubekkingar á Laugum


Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim. Ungmennafélag Íslands rekur skólabúðirnar. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim til baka á föstudagseftirmiðdegi. Aðstaða er öll hin glæsilegasta. Nú er komið að nemendum okkar í kjóum og krummum að dvelja á Laugum og spenningurinn leyndi sér ekki þegar þau hoppuðu upp í rútuna þennan morguninn en með í för eru kennararnir Guðrún Helga og Rannveig. Dagskrá daganna samanstendur af skipulögðum viðfangsefnum tengdum lífsleikni, lifandi sögu, íþróttum og útivist og frjálsum tíma síðdegis ásamt kvöldvökum. Við vonumst eftir fréttum af þeim þegar líður á vikuna.

Birt í flokknum Fréttir.