Góður árangur skólans í meistaramóti Kópavogs


Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið fimmtudaginn 17 mars sl í Álfhólsskóla. Salaskóli sendi marga til leiks, 10 keppendur voru í yngri flokki og 16 nemendur í þeim eldri sem er aðsóknarmet hjá okkur. Gengi nemenda okkar var mikið og gott og má lesa  nánar um úrslitin hér fyrir neðan. Á myndinni er Hilmir Freyr sem var í öðru sæti og hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. 

 

 

Helstu úrslit úr yngri flokki ( 1. til 7. Bekkur)

Salaskóli sendi 10 keppendur til leiks í yngri flokki (1.-7. bekkur) og röðuðu 4 þeirra sér á meðal efstu 10 sem sýnir mikla breidd og jafna getu í okkar hóp. Hilmir Freyr tók silfrið fast á hæla unga skáksnillingsins Vignis Vatnar úr Hörðuvallaskóla.

Listinn yfir efstu 10.
Röð        Nafn                       Vinn 
1|Vignir Vatnar Stefánsson  7

 2|Hilmir Freyr Heimisson 6 

 3|Róbert Leó Jónsson      6

 4|Dawid Pawel Kolka        6

 5|Felix Steinþórsson         6

 6|Atli Snær Andrésson      6

 7|Hildur Berglind Jóhanns. 5

 8|Helgi Tómas Helgason 5

 9|Arnar Steinn Helgason  5

10|Andri Árnason  5

 

Fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti úr yngri flokki verða því Vignir Vatnar úr Hörðuvallaskóla og Hilmir Freyr úr Salaskóla.  Aldrei áður hafa jafn ungir meistarar raðað sér í efstu sætin á Kópavogsmóti.

 

Mótsstjóri var Smári Rafn Teitsson.

Keppendur voru 54

Úrslit úr eldri flokki ( 8. Til 10. Bekkur )

Alls mættu 16 keppendur til leiks í unglingaflokki sem er nýtt aðsóknarmet hjá okkur. Tefldar voru 8 umferðir með 10 min umhugsunartíma.

Eins og í yngri flokki röðuðu 4 af okkar keppendum sér á topp 10 og þar af tókum við 3 efstu sætin. Fjórða sætið vann síðan fyrrum Salaskólanemandi Kristófer Orri Guðmundsson

Listi yfir efstu 10:

Röð          Nafn:                                      Vinn

1  Guðmundur Kr 10b Salaskóla             7

2  Birkir Karl 9b Salaskóla                       6

3  Eyþór Trausti 8b. Salaskóla                6

4  Kristófer Orri  8.b. Vatnsenda            6

5  Ingó Huy  9-b Smáraskóla                  5

6  Þormar Leví 9b Salaskóla                  4

7  Axel Máni   10.b Vatnsenda                4

8  Hinrik Helgason 10.b vatnsenda         4

9  Óttar Atli Ottósson 10.b Vatnsenda    4

10 Tam 9b Álfhólsskóla                           4

 

Guðmundur Kristinn sigraði en jafnir í 2 til 4 sæti voru Birkir Karl, Eyþór Trausti og Kristófer.

Birkir Karl varð annar þar sem hann var efstur að stigum en Eyþór og Kristófer tefldu einvígi um brosnið. Fór svo að Eyþór sigraði Kristófer.

Fulltrúar Kópavogs á Kjördæmismóti í eldri flokki eru því félagarnir Guðmudur Kristinn Lee og Birkir Karl Siguðrsson úr Salaskóla.

 

Salaskóli hrósar því sigri í unglingaflokki þetta árið.

Móttsjóri var Tómas Rasmus.

 

Með kærri skákkveðju.

Tómas Rasmus kennari Salaskóla.        

Birt í flokknum Fréttir og merkt .