Skemmtilegur dagur á enda

Nú er fyrri dagur fjölgreindaleika á enda. Nemendur fóru heim afar sáttir að því er virtist. Tveir ungir nemendur í 2. bekk hittu Stínu-Línu á leiðinni út úr skólanum og sögðust „… hlakka svo svakalega til“ að koma í skólann á morgun, þá ættu þær að vera á stöðvunum í íþróttahúsinu. Þar fá þær Hrafnkatla og […]

Lesa meira

Allt fer vel af stað á fyrsta degi fjölgreindaleika

stodvar
Já, annar af tveimur dögum fjölgreindaleika er runninn upp.   Á fjölgreindaleikum er krökkunum í Salaskóla skipt upp í 40 lið - en í hverju þeirra eru 10 krakkar, einn úr hverjum árgangi. Elstu nemendurnir eru fyrirliðar og eiga að gæta þess að allt fari vel fram innan liðsins. Liðin fara á milli stöðva þar sem er stöðvarstjóri úr röðum starfsfólks skólans. Stöðvarstjórar eru klæddir í grímubúning sem útskýrir þá miklu ringulreið sem varð í morgun þegar ýmis furðudýr og skringilegt fólk dreif að skólanum.


Lesa meira

Svartur svanur, gangandi jarðarber …

Upp úr klukkan 8 í morgun, 6. október, tóku vegfarendur eftir því að ekki var allt eins og venjulega við Salaskóla. Margir vissu ekki hvað á sig stóð veðrið þegar svartur svanur kom keyrandi á bíl og lagði við skólann, flögraði út og tók undurfögur ballettspor að skólanum. Tígri mætti stuttu síðar, frár á fæti, og úr einni bifreiðinni steig […]

Lesa meira

GREINDARLEGAR FRÉTTIR af fjölgreindaleikum

Góðan daginn! Velkomin á  Fréttamiðilinn GREINDARLEGAR FRÉTTIR. Aðalmarkmið fréttamiðilsins er að flytja ykkur fréttir af hinum stórkostlegu fjölgreindaleikum sem hófust í morgun, fimmtudaginn 6. október, í SALAKÓLA. Stína – Lína, fréttasnápurinn alkunni, er á sveimi, kíkir í öll horn, hlustar eftir öllu og lætur ekkert fram hjá sér fara. Hún snapar eftir fréttum alls staðar.  Hér á síðunni er hægt að kynna […]

Lesa meira

Fjölgreindaleikarnir 6. og 7. október

Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla verða haldnir 6. og 7. október nk. Þá verður nemendum skólans skipt upp í tæplega 50 tíumanna líð og í hverju liði er nemendur á öllum aldri. Liðsstjórar eru elstu nemendur skólans og stýra þeir sínum hópi allan daginn. Keppt er í 50 keppnisgreinum sem reyna á hinar ýmsu greindir […]

Lesa meira

Nýr kokkur

Siggi kokkur, sem hefur verið hjá okkur til margra ára og átt stóran þátt í að móta þá ágætu matarmenningu sem hér ríkir, er nú farin í veikindaleyfi. Við starfi hans tók Klara Björnsdóttir kokkur, en hún er reyndur skólakokkur. Við bjóðum hana velkomna til starfa. Vænta má einhverra breytinga á matseðlinum því nýtt […]

Lesa meira

Skipulagsdagur 30. september

Föstudaginn 30. september er skipulagsdagur í Salaskóla. Nemendur eiga frí en dægradvölin er opin frá kl. 8:00. Þennan dag er sameiginlegur skipulagsdagur í öllum grunnskólum Kópavogs og hann verður að þessu sinni haldinn í Salaskóla. Hér verða um 500 starfsmenn skólanna á námskeiðum og fræðslufundum allan daginn. Þar sem mikið álag verður á skólanum […]

Lesa meira

Stakir sokkar hafa framhaldslíf

  Nú söfnum við stökum litríkum sokkum í Textílmenntina í Salaskóla. Við ætlum okkur að búa til úr þeim allskyns fígúrur og furðudýr.   Við getum líka notað litríkar sokkabuxur og það er í fínu lagi að þær séu götóttar.   Tásusokkar eru sérstaklega velkomnir og fingravettlingar.  Við þiggjum sokkana með glöðu geði og það má […]

Lesa meira

Matseðill tekur gildi á morgun

Matseðill fyrir september og október er nú kominn á vefinn. Skoðið nánar hér.

Lesa meira

Kisa í heimsókn

Himbrimar og lómar fengu skemmtilega heimsókn inn í skólastofuna sína í gær þegar lítill kettlingur skaust inn um gluggann. Eins og nærri má geta var ekki kennsluhæft fyrstu mínúturnar en svo komst ró á mannskapinn og kisu litlu virtist líka lífið vel í fanginu á krökkunum eftir að hafa fengið duglega að borða. Kisa […]

Lesa meira

Salaskóli í keppni þeirra bestu á Norðurlöndum.

Helgina 26 til 28 ágúst fór fram Norðurlandamót grunnskóla í Skák í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Til leiks mættu lið frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi ásamt tveimur efstu liðunum frá Íslandsmeistaramótinu sem var haldið í apríl sl. Færeyingar mættu ekki til leiks og sendi Ísland því tvö lið, Lið 1 frá Íslandi frá Rimaskóla og ríkjandi Íslandsmeistarar og Lið 2 frá Íslandi frá Salaskóla, sem vann silfur á síðasta Íslandsmóti. Fyrirfram leit styrkur okkar manna skv. skráðum skákstigum þannig út að við værum með minnst reynda liðið ,enda aldur okkar keppenda frá 10 ára upp í 16 ára. Við kepptum 5 viðureignir oftast nær við sveitir með skráðan styrk langt fyrir ofan okkar keppendur. Salaskóli sigraði tvö af þessum liðum eða Danmerkurmeistarana og finnska liðið og lentum við í 5 sæti aðeins 1 vinning frá silfurliðinu.Hilmir_HIldur

Bestum árangri okkar nemenda náði Hildur Berglind Jóhannsdóttir með 75%  vinningshlutfall, en hún er aðeins í 7. bekk  og síðan yngsti keppandinn á mótinu eða Hilmir Freyr Heimisson sem er nýorðinn 10 ára með 62,5%  vinningshlutfall. Sjá nánar hér um úrslit í einstaka skákum.

Lesa meira

Gestir frá Noregi

Í morgun komu góðir gestir fra Noregi í heimsókn hingað í skólann. Hér voru á ferð 21 nemandi frá Álasundi ásamt nokkrum kennurum og foreldrum. Þessi hópur hitti tíundubekkingana okkar á sal, fræddi þá um skólann sinn og heimabæ. Einnig spiluðu þau undurfagra tónlist fyrir okkur m.a. eftir norska tónskáldið Edward Grieg. Gestgjafarnir löbbuðu […]

Lesa meira