Skipulagsdagur 30. september

Föstudaginn 30. september er skipulagsdagur í Salaskóla. Nemendur eiga frí en dægradvölin er opin frá kl. 8:00. Þennan dag er sameiginlegur skipulagsdagur í öllum grunnskólum Kópavogs og hann verður að þessu sinni haldinn í Salaskóla. Hér verða um 500 starfsmenn skólanna á námskeiðum og fræðslufundum allan daginn. Þar sem mikið álag verður á skólanum biðjum við þá foreldra sem ætla að nýta sér dægradvölina að láta okkur vita með því að senda tilkynningu  á netfang dægradvalar egg@salaskoli.is

Birt í flokknum Fréttir.