heimskn_fr_lesund_006

Gestir frá Noregi

heimskn_fr_lesund_006
Í morgun komu góðir gestir fra Noregi í heimsókn hingað í skólann. Hér voru á ferð 21 nemandi frá Álasundi ásamt nokkrum kennurum og foreldrum. Þessi hópur hitti tíundubekkingana okkar á sal, fræddi þá um skólann sinn og heimabæ. Einnig spiluðu þau undurfagra tónlist fyrir okkur m.a. eftir norska tónskáldið Edward Grieg. Gestgjafarnir löbbuðu síðan með gestunum um skólann og sýndu þeim aðstöðuna og nokkrir náðu að kíkja á íþróttahúsið líka. Í kvöld bjóða Norðmennirnir svo 10. bekk í grill hérna í skólanum og verður félagsmiðstöðin opin svo hópurinn fái tækifæri til þess að kynnast enn betur. 

Birt í flokknum Fréttir.