Námskynningu í 1. bekk frestað
Námskynningu í 1. bekk sem átti að vera í dag kl. 17:00 er frestað vegna veikinda til þriðjudagsins 22. september kl. 17:00.
Lesa meiraMeistarar heiðraðir
Norðurlandameistarar okkar í skák voru heiðraðir í sal skólans í dag þar sem nemendur og starfsfólk skólans klöppuðu þeim lof í lófa fyrir frábær skákafrek í Stokkhólmi á dögunum.
Norðurlandameistararnir komu til landsins í dag
Skákmeistararnir okkar fengu góðar móttökur þegar þeir lentu í Keflavík í dag. Foreldrar þeirra fögnuðu þeim ásamt Hafsteini skólastjóra og Gunnsteini bæjarstjóra.
Lesa meiraSkáksveit Salaskóla Norðurlandameistar!
Þó svo að ein umferð sé eftir að Norðurlandamóti grunnskóla í skák hefur hin geysisterka sveit Salaskóla tryggt sér Norðurlandameistartitilinn. Sveitin hefur sýnt fádæma yfirburði og er vel að sigrinum komin. Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norðurlandameistartitli og heimsmeistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek. […]
Lesa meiraSalaskóli gersigraði dönsku sveitina!
Skáksveitin okkar er í feikna stuði og var nú rétt í þessu að sigra dönsku sveitina. 3 1/2 vinningur gegn 1/2. Þá eru bara sænsku sveitirnar tvær eftir en við þær keppir Salaskóli á morgun, sunnudag.
Með því að smella á meira hér að neðan getur þú lesið ferðasögu sveitarinnar.
Lesa meiraAnnar stórsigur á Norðurlandamótinu
Tómas Rasmus hringdi rétt í þessu og færði okkur þær fréttir að skáksveit Salaskóla hefði unnið stórsigur á sveit Norðmanna. Okkar fólk fékk 3 1/2 vinning út úr viðureigninni og er í efsta sæti með 7 vinninga af 8 mögulegum. Á eftir teflir sveitin okkar við Danina og býst Tómas við því að þeir […]
Lesa meiraSalaskóli vann finnsku sveitina
Skáksveit Salaskóla vann stórsigur, 3,5-0,5, á finnsku sveitinni í fyrstu umferð Norðurlandamóts grunnskólasveita sem fram fór í dag í Stokkhólmi. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason og Eiríkur Örn Brynjarsson unnu en Patrekur Maron Magnússon gerði jafntefli. Sveit Salaskóla mætir norsku sveitinni í dag. Heimasíða mótsins.
Lesa meiraNorðurlandamót í skák
Keppnislið Salaskóla í unglingaflokki fer á morgun, fimmtudag, til Svíþjóðar til að keppa á Norðurlandamóti í liðakeppni skóla í skák. Keppnin fer fram dagana 10.-14. sept. í Stokkhólmi. Fylgist með gengi liðsins hér á heimasíðunni um helgina. Linkur á fréttir.
Lesa meiraVel sótt námskynning í unglingadeild
Kennarar unglingadeildar kynntu vetrarstarfið fyrir foreldrum í morgun. Kynningin hófst á sal. Þar voru allir kennarar kynntir og tveir kennarar sýndu foreldrum gagnlega námsvefi. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar sagði frá starfinu í vetur. Að þessu loknu fóru foreldrar með umsjónarkennurum í kennslustofur. Foreldrar fjölmenntu á kynninguna og við erum mjög ánægð með góða mætingu.
Lesa meiraNámskynning – unglingastig
Námskynningin fyrir foreldra nemenda í 8. – 10. bekk miðvikudaginn 09. sept. kl. 08:15 – 09:15 Byrjað verður í salnum og síðan farið í heimastofur. Mikilvægt að allir foreldrar mæti. Nemendur mæta í skólann þennan dag kl. 09:55.
Lesa meiraVettvangsferð að Vífilstaðavatni
Það var mikið fjör í dag þegar nemendur úr fjórða bekk, lundar og teistur, fóru í vettvangsferð að Vífilstaðavatni. Meðferðis voru háfar, prik og box af ýmsum stærðum og gerðum. Þó nokkuð margir gleymdu stígvélum, en létu það ekki stoppa sig, heldur rifu af sér strigaskóna og óðu út í.
Lesa meiraViðbragsáætlun Salaskóla lítur dagsins ljós
Viðbragðsáætlun Salaskóla var gefin út í dag 3.september 2009. Samkvæmt 15.grein laga um almannavarnir, nr. 82/2008, ber stofnunum á vegum sveitarfélaga að gera viðbragðsáætlun til að takast á við afleiðingar neyðarástands. Viðbragðsáætlun skólanna er samræmd að uppbyggingu. Geymir hún almennar upplýsingar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnarlæknis. Nokkra kafla semja skólarnir sjálfir. Hér er hægt […]
Lesa meira