Sjálfsmatsskýrsla Salaskóla

Sjálfsmatsskýrsla Salaskóla 2007-2009 er komin út. Hún hefur verið birt á heimasíðu skólans undir hlekknum skólinn > mat á skólastarfi. Í skýrslunni er gerð grein fyrir sjálfsmatsaðferðum skólans og þar er matsáætlun næstu ára. Greint er frá niðurstöðum úr ýmsum könnunum og prófum og að síðustu er umbótaáætlun. Við hvetjum foreldra til að kynna sér skýrsluna.

Birt í flokknum Fréttir.