dagbkin.jpg

Sigur hjá Róbóbóbó

dagbkin.jpgLególíð Salaskóla, Róbóbóbó, náði frábærum árangri í Legókeppninn First Lego League sem haldin var í dag, 7. nóvember, í Keili í Reykjanebæ. Liðið sýndi mikla samhæfni og sérlega góða færni í öllum hlutum keppninnar og endaði sem sigurvegari og FLL- meistari 2009 á Íslandi.

Einnig fengu þeir sérstök verðlaun fyrir góðar dagbókarfærslur og besta hönnun á vélmenni. Sigurinn gefur þeim rétt til þátttöku í Evrópukeppni FLL sem haldin verður í Tyrklandi í apríl 2010. Liðsmönnum Róbóbóbó og liðsstjórum eru færðar hamingjuóskir. en þau uppskera nú í samræmi við mikla og óeigingjarna vinnu síðustu vikna. Meira á www.firstlego.is og á heimasíðu Róbóbóbó.

Birt í flokknum Fréttir.