Meistaramót Salaskóla- unglingaflokkur

Föstudaginn 11. febrúar mættu 23 unglingar til leiks og kepptu um að komast á keppnina um meistara meistaranna í Salaskóla. Efstu 12 voru þessir og munu þeir keppa um titilinn skákmeistari Salaskóla 2011 ásamt þeim öflugustu úr yngri flokkunum næst komandi föstudag (18.02.11):

Lesa meira

Skólahald með eðlilegum hætti þrátt fyrir veður

Það er bálhvasst í Salahverfi og ugglaust strengir hér og hvar. Við erum mætt í skólann og búin að opna hann. Við hvetjum foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann. Veðrið á að ganga niður með morgninum og höfum umburðarlyndi þó að yngri börnin mæti eitthvað seinna í dag.

Lesa meira

Bingóið verður

Bingóið verður þó aðeins blási. Það verður ekki illviðri fyrr en eftir að bingóinu lýkur. Fullt af góðum vinningum bíða þess að komast í hendur á góðum krökkum. Kaffi, gos og góðgæti selt á staðnum.

Lesa meira

Óveður í aðsigi

Spáð er óveðri í kvöld og fram á föstudagsmorgun sunnan- og vestanlands. Vakin er athygli á því að kennsla fellur sjaldan niður í skólanum vegna veðurs en foreldrar ákveða sjálfir hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. Nánari upplýsingar: Röskun á skólastarfi vegna veðurs Disruption of school operations due to storms

Lesa meira

Bingó fimmtudaginn 10. febrúar

Næsta fimmtudag, 10. febrúar, verður bingó í Salaskóla  fyrir nemendur í 1-7. bekk og fjölskyldur þeirra. Fullt af góðum vinningum og spjaldið á 300 kr. Bingóið hefst kl. 17:30 og stendur til 19:00. Það eru nemendur í 10. bekk sem standa fyrir bingóinu og rennur ágóðinn í sjóð vegna útskriftarferðar þeirra.

Lesa meira

Bingó fimmtudaginn 10. febrúar

Næsta fimmtudag, 10. febrúar, verður bingó í Salaskóla  fyrir nemendur í 1-7. bekk og fjölskyldur þeirra. Fullt af góðum vinningum og spjaldið á 300 kr. Bingóið hefst kl. 17:30 og stendur til 19:00. Það eru nemendur í 10. bekk sem standa fyrir bingóinu og rennur ágóðinn í sjóð vegna útskriftarferðar þeirra.

Lesa meira

Hundraðdagahátíðin

Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum. Hundraðdagahátíðin gekk vel þar sem margt var gert sér til skemmtunar t.d. bjuggu allir til kórónu í tilefni dagsins. Ýmislegt góðgæti var á boðstólum sem krakkarnir gerðu góð skil. Skemmtileg tilbreytni í skammdeginu. Myndirnar tala sínu máli.

Lesa meira

Meistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun

Meistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun föstudaginn 28.01.2011 með keppni krakkana af miðstigi. Keppendur voru alls 34 úr 5 til 7. bekk. Úrslit urðu þessi, efstu 4 í hverjum aldursflokki

5. bekkur
1. Jón Jón Otti Teistur  6 v       
2. Jón Arnar  Teistur  5 v
3. Tinna Ósk  Lundar  5 v
4.  Atli Ívar   Teistur  4 v

Lesa meira

Foreldraviðtöl á bóndadag

Föstudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Þá koma nemendur ásamt foreldrum sínum og funda með umsjónarkennara. Farið er yfir námsmat haustannarinnar og lagt á ráðin um vorönnina. Kennarar hafa sent út tíma vegna viðtalanna. Aðrir kennarar eru einnig til viðtals þennan dag. Dægradvölin er opin frá kl. 8:00.

Lesa meira

Athugið reglur vegna óveðurs

Það er hvasst og kalt í dag og við bendum foreldrum á að erfitt getur verið fyrir yngstu börnin að ganga í skólann. Hvetjum foreldra til að fylgja þeim. Almannavarnir hafa sett vinnureglur fyrir skóla vegna óveðurs. Þær má finna með því að smella hér .

Bendum líka á vinnureglur Salaskóla í óveðri:

1. Skóla er aldrei lokað í óveðri nema fyrir tilstilli almannavarnanefndar. Foreldrar verða að geta treyst því að skóli sé opinn hafi almannavarnir eða skólaskrifstofa ekki gefið út sérstaka tilkynningu um annað.

Lesa meira

Jólaball og jólafrí

Nemendur í 1. – 7. bekk mættu á jólaball þennan morguninn og áttu skemmtilega stund við jólartréð ásamt hljómsveitinni Jólakúlunum og Giljagaur. Eftir jólaballið hófst jólafrí.  Hér eru myndir frá morgninum. 4. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí, en dægradvölin er opin. Kennsla hefst svo aftur að loknu jólaleyfi miðvikudaginn 5. janúar. Bestu óskir um […]

Lesa meira

Skólakór Salaskóla á jólatónleikum

Skólakór Salaskóla tekur þátt í jólatónleikum Samkórs Reykjavík, fimmtudaginn 16. desember í Fella- og Hólakirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Eftir tónleika verður boðið upp á smákökur og kaffi. Miðaverð er 2 þús. krónur og hægt að kaupa miða á skrifstofu skólans.   Stjórnandi Skólakórs Salaskóla er Ragnheiður Haraldsdóttir og stjórnandi Samkórs Reykjavíkur er John Gear. Á […]

Lesa meira