Skólahald með eðlilegum hætti í dag í Salaskóla
Prýðisveður núna og skólahald verður með eðlilegum hætti. Ágætt að þeir nemendur sem geta gangi í skólann svo ekki myndist öngþveiti bíla við skólann núna á eftir.
Lesa meiraNýjar upplýsingar
Til að einfalda málin höfum við þetta svona í Salaskóla: Foreldrar sækja nemendur í 1 – 4. bekk. Við sendum þau ekki gangandi ein heim Nemendur í 5. – 10. bekk ganga heim eftir hádegismat. Við biðjum foreldra um að koma inn í skóla og ná í börn sín. Við getum ekki sinnt beiðnum […]
Lesa meiraÓveðrið og skólalokun – uppfært
Á fundi neyðarstjórnar Kópavogs í morgun var ákveðið að hvetja foreldra til að sækja börnin sín um hádegi í leikskóla, grunnskóla og frístund. Mælst er til þess að foreldrar verði búnir að sækja börnin sín fyrir kl. 14:00. Börn sem þurfa að ganga heim fari heim í hádeginu, áætlað er að engin börn séu […]
Lesa meiraÍ dag
Foreldrar eru beðnir um að sækja börn í skólann fyrir kl. 15:00 í dag, 10. desember vegna veðurs. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00. Send verður út tilkynning til foreldra á eftir um tímasetningar þegar veðurspá hefur skýrst enn frekar. Engin röskun verður á skólastarfi fyrir hádegi Við vekjum […]
Lesa meiraDesemberdagar í Salaskóla
Við vitum að það getur verið íþyngjandi fyrir ykkur að muna eftir öllum þessu sérstöku dögum í desember í Salaskóla. Við höfum nú samræmt þá í 1. – 7. bekk til að einfalda lífið. Höfum í huga að þetta er gert til að gleðja blessuð börnin. En þetta eru dagarnir sem þarf að muna: […]
Lesa meiraAlþjóðlega Hour of code
Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan verður haldin dagana 9.-15. desember um heim allan. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 835 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum. Búið er að skrá Salaskóla til þátttöku og munu allir nemendur skólans taka […]
Lesa meiraGegn einelti í dag og alla daga!
Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti og hann ber upp á seinni dag fjölgreindaleikanna í ár. Leikarnir eru því helgaðir baráttunni gegn einelti og fer vel á því, því að fátt stuðlar að betri skólaanda og skólabrag. Nemendur vinna saman í 15 manna liðum þvert á árganga og glíma við ótrúlegustu verkefni […]
Lesa meiraBebras (Bifur) – áskorunin – rökhugsun & tölvufærni
Nemendur í 5.-10.bekk í Salaskóla stefna á að taka þátt í Bebras-áskoruninni að þessu sinni en Bebras tölvuáskorunin 2019 fer fram í vikunni 11.-15. nóvember 2019. Áskorunin er alþjóðlegt verkefni og er henni ætlað að kynna hugmyndafræði og grunnhugsun forritunar (e. computational thinking) fyrir nemendum með því að fá þá til að leysa krefjandi […]
Lesa meira17. fjölgreindaleikar Salaskóla
7. og 8. nóvember n.k. verða fjölgreindaleikar í Salaskóla. Þetta er í 17. sinn sem við efnum til þessara leika en þess ber að geta að leikarnir voru „fundnir upp“ í Salaskóla. Nemendur skiptast í hópa þvert á aldur og þeir sem eru elstir eru liðsstjórar. Svo er keppt í alls konar þrautum þessa […]
Lesa meiraLjósmyndasýning nemenda
Nemendur í 8. og 9. bekk tóku þátt í ljósmyndasamkeppni á degi íslenskrar náttúru og úr varð svo heljarinnar ljósmyndasýning á göngum skólans. Nemendur fengu lista af þemum sem þau máttu velja og tóku myndir sem tengdust þeim. Þrír voru valdir úr hverjum hóp og fengu þau myndina sína útprentaða í stórum ramma. Auk […]
Lesa meiraForvarnarvika 2019
Nú fer í hönd Forvarnarvika frístundardeildar Kópavogs. Salaskóli hvetur alla til að kynna sér þessa frábæru dagskrá vel og láta sig ekki vanta á þessum áhugaverðu fræðslufyrirlestrum. Hér má sjá dagskrána : Auglýsing_forvarnarvikan 2019 14.október-Félagsmiðstöðin Þeba Kl. 17:30-18:30 Foreldrafræðsla-rafsígarettur (Björg Eyflórsdóttir hjúkrunarfræðingur) Kl. 20:15-20:45 Rafsígarettur-Forvarnarfræðsla (Björg Eyflórsdóttir hjúkrunarfræðingur) 21:00-21:30 Svefn og góðar svefnvenjur (Erla Björnsdóttir sálfræðingur) 14.október […]
Lesa meiraSkipulagsdagur, foreldraviðtöl og vetrarleyfi
Föstudaginn 4. október verður skipulagsdagur í Salaskóla. Dægradvölin er opin allan daginn. Miðvikudaginn 9. október eru foreldraviðtöl og nemendur mæta í þau ásamt foreldrum sínum. Dægradvölin er opin 21. og 22. október eru vetrarleyfisdagar í skólum Kópavogs. Þá er ekkert skólastarf og dægradvöl er lokuð
Lesa meira