Fullkomið hljóðver opnað í Salaskóla

Í Salaskóla erum við að taka í notkun glænýtt, fullkomið hljóðver. Þar verður hægt að taka upp tónlist, hlaðvörp og bara það sem okkur dettur í hug. Heiðurinn af þessu hljóðveri eiga nokkrir krakkar í 9. og 10. bekk sem settu fram vel mótaða hugmynd, studda af fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Hugmyndin fékk góðan hljómgrunn og skólinn og félagsmiðstöðin Fönix tóku höndum saman með þessum nemendum og gerðu hugmyndina að veruleika.  Nemendurnir tóku að sér að útbúa góða aðstöðu fyrir hljóðverið, máluðu, einangruðu og settu upp þann búnað sem þurfti. Hljóðverið verður tekið í notkun eftir helgi og má því vænta þess að á næstunni verði settir í loftið hlaðvarpsþættir af ýmsu tagi ásamt frumsaminni tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Hljóðverið bætist við góðan aðbúnað í Salaskóla en áður var búið að koma upp góðu tækniveri og aðstöðu til myndvinnslu . Allt þetta ýtir undir fjölbreytta nálgun í námi og gefur nemendur færi á að vinna verkefni í hæsta gæðaflokki.

Þess má geta að um leið og hljóðverið opnar fer af stað valgrein sem nýtir aðstöðuna og nemendur sjá sjálfir um að námið og kennsluna. Þekking á þessu sviði liggur hjá þeim og þeir mun læra hver af öðrum og leita saman að lausnum á þeim verkefnum sem mæta þeim.

Birt í flokknum Fréttir.