Flórgoðar skemmtu sér á ströndinni
Nemendur í Flórgoðum áttu góðan dag í Nauthólsvík þegar þeir brugðu sér þangað í strætó með kennurunum sínum einn daginn í síðustu viku. Veðrið lék við krakkana, þeir flatmöguðu í sólinni, busluðu í sjónum og fóru í pottinn. Síðan var grillað ofan í liðið sem mæltist vel fyrir. Hér eru nokkrar myndir frá velheppnaðri strandferð […]
Lesa meiraReiptog í Guðmundarlundi
Góða veðrið kallar á öðruvísi áherslur í skólastarfi eins og dæmin sýna þessa dagana. Nemendur í 6. og 7. bekk tóku fram hjólin sín og reiðhjólahjálmana og hjóluðu með kennurunum sínum í Guðmundarlund í morgun. Veðrið lék við þau allan tímann, farið var í reiptog þar sem stelpur kepptu á móti strákum. Síðan var […]
Lesa meiraHjólaferðir í blíðviðrinu
Í blíðviðrinu undanfarna daga hafa margir kennarar farið út með bekkina sína og nám farið fram utan dyra. Starfsfólk og krakkar í dægradvölinni gerðu sér einnig lítið fyrir í dag og fóru í hjólatúr saman í nágrenni skólans. Þau höfðu nesti með í för og ætluðu að gæða sér á því í Ársölum.
Nemendur gróðursettu tré
Í dag fóru tveir fulltrúar okkar, Karitas Marý Bjarnadóttir í Örnum og Hallgrímur Hrafn Guðnason í Fálkum, og gróðursettu tré í skógarreitnum Tungu í Lindahverfi. Er þetta í tengslum við dag líffræðilegs fjölbreytileika sem er á morgun 22. maí. Umhverfisráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands og Yrkjusjóður- sjóður æskunnar til ræktunar landsins- eru í samstarfi um þetta […]
Lesa meiraFrétt um ROBOBOBO á mbl.is
Í dag birtist frétt á vefmiðlinum mbl.is um lególið Salaskóla, ROBOBOBO. Liðið er í óðaönn að undirbúa sig því nú styttist í opna Evrópumót First Lego league sem haldið er í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun júní. Skoðið frétt hér. Vefsíða Robobobo er http://robobobo.freehostia.com/lego/
Lesa meiraKrakkar og karfar
Á dögunum stóðu nemendur í 8. bekk í stórræðum þegar þeir fengu það verkefni að kryfja í náttúrufræðitíma.
Margir gestir á opnum degi
Megum við kynna ykkur Íslandsferðir? Gjörið svo vel að skrá nafn ykkar í gestabók? Þennan púða gerði ég! Vá... en flottar grímur. Samskipti nemenda og gesta þeirra á opnu húsi voru eitthvað á þessa leið í morgunsárið. Fjölmargir foreldrar, ömmur, afar og systkini mættu til að skoða afrakstur úr vinnu nemenda. Fimmtubekkingar höfðu sett upp ferðaskrifstofur og sýndu verkefni er fjölluðu um mismunandi landshluta og það merkasta sem þar er að finna. Þetta var þemavinna sem var í gangi hjá þeim alla síðastliðna viku.
Myndir
Opinn dagur 12. maí
Miðvikudaginn 12. maí opnum við skólann upp á gátt og bjóðum foreldrum að koma og skoða og fylgjast með skólastarfinu. Margt verður til sýnis í kennslustofum og á göngum og samsöngur á sal. Verið velkomin, hvenær sem er dagsins.
Lesa meiraKönnun á viðhorfum foreldra
Nú hafa foreldrar fengið senda könnun á viðhorfum foreldra til skólans. Um netkönnun er að ræða og skiptist hún niður á yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við biðjum foreldra um að svara sem fyrst en möguleiki er að svara til og með sunnudagsins 16. maí. Könnunin er nafnlaus og ekki hægt að rekja svörin. […]
Lesa meiraGaman í vorskóla
Þessa dagana er vorskóli Salakóla í gangi fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Fyrsti dagurinn var í gær en þá mættu nemendurnir í skólann ásamt foreldrum sínum og hittu kennarana og væntanlega bekkjarfélaga.
Íslandsmót í skólaskák
Íslandsmótið í skólaskák 2010 er hafið. Fulltrúar Salaskóla og Kópavogs eru félagarnir Páll Andrason og Eiríkur Örn Brynjarsson. Eftir tvær umferðir leiðir Kjördæmismeistarinn Páll Andrason mótið ásamt tveimur öðrum. Eiríkur Örn hefur einnig blandað sér í toppbaráttuna. Sjá nánar á http://www.skak.blog.is/blog/skak/ En þar er hægt að fylgjast með úrslitum úr einstaka viðureignum. Áhorfendur geta […]
Lesa meiraLög Fúsa sungin hástöfum
Góðir gestir komu í heimsókn eftir hádegi í dag undir formerkjum Tónlist fyrir alla og buðu nemendum í 1. – 4. bekk upp á að koma í salinn og syngja. Þetta var hljómsveitin Fúsarnir skipuð þremur hljómlistamönnum sem léku undir og sungu lög Sigfúsar Halldósssonar með þáttöku nemenda. Nemendur hafa að undanförnu verið að æfa lög Sigfúsar […]
Lesa meira