Tinna varð Norðurlandameistari

Við hér í Salaskóla samgleðjumst innilega Tinnu Óðinsdóttur sem er í 10. bekk  og vann það einstaka afrek um helgina að verða Norðurlandameistari á slá í áhaldafimleikum. Lið Gerplu sem Tinna var liðsmaður í vann einnig silfur á þessu Norðurlandamóti í áhaldafimleikum.  

Lesa meira

Tilkynning til nemenda í 7. – 10. bekk

Vegna skipulags næsta skólaárs þurfum við upplýsingar um hvort nemendur í 7. – 9. bekk Salaskóla ætli sér að fá tómstundastarf sitt metið sem valgrein í skólanum næsta vetur. Biðjum því um að þeir svari könnun um það núna strax og í síðasta lagi á sunnudag. Línkurinn er http://www.surveymonkey.com/s/YHVDQG8

Lesa meira

Níundubekkingar dvöldu á Laugum

Tengill í myndir. 
Níundubekkingar dvöldu á Laugum alla síðastliðna viku ásamt nemendum úr Ingunnarskóla í Grafarholti. Viðfangsefni voru af margvíslegum toga s.s. hópefli, útivist og sirkuskúnstir sem margir náðu gríðarlega góðri færni í. Nemendum var skipt upp í þrjú lið sem söfnuðu stigum allan tímann meðan á dvölinni stóð. Það lið sem náði flestum heildarstigum í lokin vann hina svokölluðu Laugaleika.

Lesa meira

Salaskóli í þriðja sæti

Salaskóli varð í þriðja sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór 21. mars síðastliðinn í Vetrargarðinum í Smáralind. Það var d-sveit skólans sem varð efst d-sveita. Það var Skákakademía Reykjavíkur sem stóð fyrir mótinu. Við óskum skáksnillingunum til hamingju með frábæran árangur. Nánar um mótið hér.

Lesa meira

Vel mætt á páskabingó

Páskabingó foreldrafélagsins tókst vel og var góð mæting bæði nemenda og foreldra. Bingóvinningar voru ekki af verri endanum. Stemninguna sem var á bingóinu má skoða nánar á þessum myndum.

Lesa meira

Krúsilíus

Næstkomandi  miðvikudag 24. mars er  foreldrum  boðið á tónleika. Þar munu börnin í 1. – 4. bekk syngja valin lög af plötunum Krúsilíus og Berrössuð á tánum. Lög og textar eru öll eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Tónleikar þessir eru afrakstur af samstarfi bekkjarkennara sem kenndu textana,Heiðu sem stjórnar samsöng og Ragnheiðar kórstjóra. Okkur fannst spennandi […]

Lesa meira

Síðasta morgunkaffið í morgun!

Í morgun mættu foreldrar 10. bekkinga í morgunkaffi með skólastjórnendum. Þetta var 19. morgunkaffið frá frá því í janúar. Alls mættu 397 foreldrar, 163 pabbar og 234 mömmur, foreldrar 296 barna. Eins og í fyrra var 100% mæting í lóum einum bekkja, en nokkrir aðrir komu fast á hæla þeirra.

 

Lesa meira

Páskabingó þriðjudaginn 23. mars

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið þriðjudaginn23 mars n.k. Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:15  Bingó fyrir 5-10 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 19:30  Vinningar verða að sjálfsögðu páskaegg ofl.Bingóspjaldið kostar kr 300.-

Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

reading.pngHin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk fór fram í Salaskóla síðastliðinn föstudag. Nemendur lásu upp fyrir dómnefnd skólans í salnum okkar og var Margrét Ósk Gunnarsdóttir í Fálkum hlutskörpust að þessu sinni.

Lesa meira

Val í unglingadeiild – tímabil 5

Nú er komið að 5. valtímabili. Smellið á tengilinn hér að neðan og veljið. Þarf að gerast í síðasta lagi 11. mars. http://www.surveymonkey.com/s/VNTS8TF

Lesa meira

SAMKÓP býður foreldrum á fund

Fimmtudaginn 11. mars  býður SAMKÓP foreldrum barna í Kópavogi upp á fyrirlestur með Eddu Björgvinsdóttur. Fyrirlesturinn ber heitið Húmor og gleði í lífinu- dauðans alvara.     "Húmor í lífinu er á allan hátt uppbyggilegur og nærandi. Húmor er heilsubót og með húmor er hægt að auðvelda hvers kyns mannleg samskipti, leysa  hin fjölbreyttustu vandamál […]

Lesa meira

Stærðfræði í 5. bekk

                        Spreyttu þig nú! 1. Veldu að minnsta kosti tvö af eftirfarandi viðfangsefnum: Staflar Speglun 2.  Bitesize – stærðfræðin verkefni 1 Pakkar með skipinuverkefni 2 Píramídinnverkefni 3 Brúin  3.  Mörgæsin margfaldar

Lesa meira