Góður árangur

Nemendur og starfsfólk samfögnuðu á sal skólans í dag góðum árangri í skák og fimleikum. Eins og fram kemur hér á síðunni vann Tinna Óðinsdóttir Norðurlandameistaratitil í fimleikum á dögunum en að auki náðu Páll og Eyþór Trausti að verða Kópavogsmeistarar í skólaskák í eldri og yngri aldursflokki. Fleiri nemendur stóðu sig afar vel í skólaskákinni […]

Lesa meira

Páll Andrason og Eyþór Trausti Kópavogsmeistarar í skólaskák

Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið í Hjallaskóla þann 13 april 2010, og mættu alls 56 keppendur til leiks. Keppt var í tveimur aldursflokkum, 1.-7. bekk og 8.-10. Tefldar voru átta umferðir með 12 mínútna umhugsunartíma. Tveir efstu úr hvorum flokki komast svo áfram á Kjördæmismót Reykjaness. Salaskóli hafði mikla yfirburði í báðum flokkum og tók öll fjögur sætin sem komast áfram. Í eldri flokki var það hinn geðþekki Páll Andrason sem bar sigur úr býtum, Birkir Karl Sigurðsson varð annar og Guðmundur Kristinn Lee þriðji, allir úr Salaskóla. Í yngri flokki sigraði hinn efnilegi Eyþór Trausti Jóhannsson eftir spennandi keppni við félaga sinn Baldur Búa Heimisson, en Róbert Leó Jónsson, Hjallaskóla, varð þriðji. Skákstjórar voru Smári Rafn Teitsson og Tómas Rasmus.

Lesa meira

Tinna varð Norðurlandameistari

Við hér í Salaskóla samgleðjumst innilega Tinnu Óðinsdóttur sem er í 10. bekk  og vann það einstaka afrek um helgina að verða Norðurlandameistari á slá í áhaldafimleikum. Lið Gerplu sem Tinna var liðsmaður í vann einnig silfur á þessu Norðurlandamóti í áhaldafimleikum.  

Lesa meira

Tilkynning til nemenda í 7. – 10. bekk

Vegna skipulags næsta skólaárs þurfum við upplýsingar um hvort nemendur í 7. – 9. bekk Salaskóla ætli sér að fá tómstundastarf sitt metið sem valgrein í skólanum næsta vetur. Biðjum því um að þeir svari könnun um það núna strax og í síðasta lagi á sunnudag. Línkurinn er http://www.surveymonkey.com/s/YHVDQG8

Lesa meira

Níundubekkingar dvöldu á Laugum

Tengill í myndir. 
Níundubekkingar dvöldu á Laugum alla síðastliðna viku ásamt nemendum úr Ingunnarskóla í Grafarholti. Viðfangsefni voru af margvíslegum toga s.s. hópefli, útivist og sirkuskúnstir sem margir náðu gríðarlega góðri færni í. Nemendum var skipt upp í þrjú lið sem söfnuðu stigum allan tímann meðan á dvölinni stóð. Það lið sem náði flestum heildarstigum í lokin vann hina svokölluðu Laugaleika.

Lesa meira

Salaskóli í þriðja sæti

Salaskóli varð í þriðja sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór 21. mars síðastliðinn í Vetrargarðinum í Smáralind. Það var d-sveit skólans sem varð efst d-sveita. Það var Skákakademía Reykjavíkur sem stóð fyrir mótinu. Við óskum skáksnillingunum til hamingju með frábæran árangur. Nánar um mótið hér.

Lesa meira

Vel mætt á páskabingó

Páskabingó foreldrafélagsins tókst vel og var góð mæting bæði nemenda og foreldra. Bingóvinningar voru ekki af verri endanum. Stemninguna sem var á bingóinu má skoða nánar á þessum myndum.

Lesa meira

Krúsilíus

Næstkomandi  miðvikudag 24. mars er  foreldrum  boðið á tónleika. Þar munu börnin í 1. – 4. bekk syngja valin lög af plötunum Krúsilíus og Berrössuð á tánum. Lög og textar eru öll eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Tónleikar þessir eru afrakstur af samstarfi bekkjarkennara sem kenndu textana,Heiðu sem stjórnar samsöng og Ragnheiðar kórstjóra. Okkur fannst spennandi […]

Lesa meira

Síðasta morgunkaffið í morgun!

Í morgun mættu foreldrar 10. bekkinga í morgunkaffi með skólastjórnendum. Þetta var 19. morgunkaffið frá frá því í janúar. Alls mættu 397 foreldrar, 163 pabbar og 234 mömmur, foreldrar 296 barna. Eins og í fyrra var 100% mæting í lóum einum bekkja, en nokkrir aðrir komu fast á hæla þeirra.

 

Lesa meira

Páskabingó þriðjudaginn 23. mars

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið þriðjudaginn23 mars n.k. Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:15  Bingó fyrir 5-10 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 19:30  Vinningar verða að sjálfsögðu páskaegg ofl.Bingóspjaldið kostar kr 300.-

Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

reading.pngHin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk fór fram í Salaskóla síðastliðinn föstudag. Nemendur lásu upp fyrir dómnefnd skólans í salnum okkar og var Margrét Ósk Gunnarsdóttir í Fálkum hlutskörpust að þessu sinni.

Lesa meira

Val í unglingadeiild – tímabil 5

Nú er komið að 5. valtímabili. Smellið á tengilinn hér að neðan og veljið. Þarf að gerast í síðasta lagi 11. mars. http://www.surveymonkey.com/s/VNTS8TF

Lesa meira