ferdaskrifstofa.jpg

Margir gestir á opnum degi

ferdaskrifstofa.jpgMegum við kynna ykkur Íslandsferðir? Gjörið svo vel að skrá nafn ykkar í gestabók? Þennan púða gerði ég! Vá… en flottar grímur. Samskipti nemenda og gesta þeirra á opnu húsi voru eitthvað á þessa leið í morgunsárið. Fjölmargir foreldrar, ömmur, afar og systkini mættu til að skoða afrakstur úr vinnu nemenda. Fimmtubekkingar höfðu sett upp ferðaskrifstofur og sýndu verkefni er fjölluðu um mismunandi landshluta og það merkasta sem þar er að finna. Þetta var þemavinna sem var í gangi hjá þeim alla síðastliðna viku.
Myndir

Yngri nemendur kynntu ýmislegt tengt Afríku sem búið er að vera viðfangsefni þeirra í vetur t.d.  líkan af húsum, afrískar brúður, hljóðfæri og skildi. Einnig voru húsdýraverkefni til sýnis í 1. bekk, afrakstur trúarbragðafræði í 4. bekk, Saga af Suðurnesjum í 3. bekk að ógleymdri allri handavinnunni sem víða var sett upp á göngum skólans. Notaleg stemning var inni í kennslustofum skólans þar sem stór hópur foreldra var að skoða vinnu barnanna og aðstoða þau við lærdóminn. Í sal skólans hljómaði fallegur söngur úr samsöng yngri nemenda og þar sátu einnig allmargir foreldrar, hlustuðu og tóku þátt. Opna húsið verður fram til kl. 14:00 og gestir eru hvattir til að líta inn. 

Birt í flokknum Fréttir.