Salaskóli hreppti silfrið
Skáksveit Salaskóla lenti í 2. sæti á Norðurlandamóti grunnskóla í skák. Sveitin hlaut 11,5 vinninga. Norska sveitin varð Norðurlandameistari með 19 vinninga og í 3. sæti varð sænska sveitin með 9,5 vinning.
Lesa meiraSalaskóli gjörsigraði Dani
Eftir sárt tap gegn Norðmönnum í gær gerðist það sem Íslendingar elska,
við unnum A lið Danmerkur 4:0
Ísland skaust því upp í annað sæti með því að gjörsigra Dani.
Íslandsmeistarar á Norðurlandamóti
Íslandsmeistaralið Salaskóla mun keppa á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram nú um helgina. Keppt verður á Tranum strand sem er bær norðarlega á Jótlandi.
Val í unglingadeild
Smellið á tengilinn til að velja. Val í unglingadeild – 1. tímabil 2010-2011
Lesa meiraKnáir fyrstubekkingar
Fyrstubekkingarnir okkar í Salaskóla eru afar duglegir og jákvæðir krakkar sem hefur gengið vel að byrja í skólanum. Augljóst er að þau koma vel undirbúin frá leikskólanum því það er lítið mál fyrir þau að fara eftir fyrirmælum og gera eins og þau eru beðin um.
Lesa meiraÖrtröð á bókasafninu
Í morgun opnaði bókasafnið í Salaskóla við mikinn fögnuð ungra lesenda sem hugðust finna sér lesefni við hæfi. Stríður straumur var úr og í safnið fram eftir morgni og allir jafn áhugasamir að kíkja á bækur og lesefni. Lesefni er eins fjölbreytt og lesendurnir eru margir. Sumir skráðu á sig bækur um fræðilegt efni en aðrir […]
Lesa meiraSalaskóli settur
Salaskóli var settur í dag og þar með hófst tíunda starfsár skólans. Nemendur í 2. -10. bekk mættu i skólann, hittu umsjónarkennarann og fengu afhentar stundatöflur. Það er alltaf gaman að hittast aftur eftir sumarfrí og eftirvænting skein úr mörgu andlitinu eins og myndirnar bera með sér. Fyrstubekkingarnir mæta í viðtöl í skólann í dag […]
Lesa meiraSkólasetning 23. ágúst
Nemendur mæta sem hér segir mánudaginn 23.08.: 2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00 5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00 8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00 Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum […]
Lesa meiraInnkaupalistar
Innkaupalistar fyrir 1.-6. bekk og 8. – 10. bekk eru komnir á netið. Farðu í "Gagnasafn" og þá birtast þeir. Listi 7. bekkjar er væntanlegur.
Lesa meiraUpplýsingar fyrir næsta skólaár
Vekjum athygli á að hér til hliðar undir tilkynningar er að finna skóladagatal og ýmsar upplýsingar fyrir skólaárið 2010-2011.
Lesa meiraSumarleyfi
Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 21. júní. Opnar aftur mánudaginn 9. ágúst.
Lesa meiraÚtskrift og skólaslit
Í gær, 7. júní, voru tíundubekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt umsögn í gamansömum tóni og góðum framtíðaróskum.
Lesa meira