Fjölgreindaleikar 29. og 30. september

Næsta miðvikudag og fimmtudag verða fjölgreindaleikar í Salaskóla. Allir nemendur skólans taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 10 manna aldursblandaða hópa og eru 9. og 10. bekkingar hópstjórar.

Lesa meira

Samræmd próf

Vikuna 20. – 24. september verða  samræmd próf lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 10 bekk.  Prófin eru ætluð til þess að meta stöðu sérhvers nemanda í  viðkomandi námsgreinum. 10. bekkur Íslenska – mánudaginn 20. september Enska – þriðjudaginn 21. september Stærðfræði – miðvikudaginn 22. september 4. og 7. bekkur Íslenska – fimmtudaginn […]

Lesa meira

Salaskóli hreppti silfrið

Skáksveit Salaskóla lenti í 2. sæti á Norðurlandamóti grunnskóla í skák. Sveitin hlaut 11,5 vinninga. Norska sveitin varð Norðurlandameistari með 19 vinninga og í 3. sæti varð sænska sveitin með 9,5 vinning.

Lesa meira

Salaskóli gjörsigraði Dani

Eftir sárt tap gegn Norðmönnum í gær gerðist það sem Íslendingar elska,
við unnum A lið Danmerkur 4:0

Ísland skaust því upp í annað sæti með því að gjörsigra Dani.

Lesa meira

Íslandsmeistarar á Norðurlandamóti

Íslandsmeistaralið Salaskóla mun keppa á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram nú um helgina. Keppt verður á Tranum strand sem er bær norðarlega á Jótlandi.

Lesa meira

Val í unglingadeild

Smellið á tengilinn til að velja. Val í unglingadeild – 1. tímabil 2010-2011

Lesa meira

Knáir fyrstubekkingar

matur1bekkur.jpgFyrstubekkingarnir okkar í Salaskóla eru afar duglegir og jákvæðir krakkar sem hefur gengið vel að byrja í skólanum. Augljóst er að þau koma vel undirbúin frá leikskólanum því það er lítið mál fyrir þau að fara eftir fyrirmælum og gera eins og þau eru beðin um.

Lesa meira

Örtröð á bókasafninu

Í morgun opnaði bókasafnið í Salaskóla við mikinn fögnuð ungra lesenda sem hugðust finna sér lesefni við hæfi. Stríður straumur var úr og í safnið fram eftir morgni og allir jafn áhugasamir að kíkja á bækur og lesefni. Lesefni er eins fjölbreytt og lesendurnir eru margir. Sumir skráðu á sig bækur um fræðilegt efni en aðrir […]

Lesa meira

Salaskóli settur

Salaskóli var settur í dag og þar með hófst tíunda starfsár skólans. Nemendur í 2. -10. bekk mættu i skólann, hittu umsjónarkennarann og fengu afhentar stundatöflur. Það er alltaf gaman að hittast aftur eftir sumarfrí og  eftirvænting skein  úr mörgu andlitinu eins og myndirnar bera með sér. Fyrstubekkingarnir mæta í viðtöl í skólann í dag […]

Lesa meira

Skólasetning 23. ágúst

Nemendur mæta sem hér segir mánudaginn 23.08.: 2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00 5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00 8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00 Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum […]

Lesa meira

Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir 1.-6. bekk og 8. – 10. bekk eru komnir á netið. Farðu í "Gagnasafn" og þá birtast þeir. Listi 7. bekkjar er væntanlegur.

Lesa meira

Upplýsingar fyrir næsta skólaár

Vekjum athygli á að hér til hliðar undir tilkynningar er að finna skóladagatal og ýmsar upplýsingar fyrir skólaárið 2010-2011.

Lesa meira