Foreldraviðtalsdagur

Á mánudaginn er foreldraviðtalsdagur í Salaskóla eins og kemur fram á skóladagatali og umsjónarkennarar hafa upplýst um. Þá ræða kennarar við sérhvern nemanda og foreldra hans um gengi í náminu og það sem mikilvægt er að gera á næstu mánuðum. Foreldrar geta líka hitt sérgreinakennara og rætt við þá.

Enginn skóli er að öðru leyti þennan dag en dægradvölin er opin frá kl. 8:10 – 17:15. Þeir sem ekki eru í dægradvöl geta fengið að vera þar til 13:30 gegn gjaldi en mikilvægt að foreldrar tilkynni okkur það með því að senda póst á egg@kopavogur.is

Birt í flokknum Fréttir.