Skáldkonur í heimsókn

 Skáldkonurnar Vilborg Davíðsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir komu í heimsókn í skólann í morgun og hittu nemendur í 9. og 10. bekk. Þær sögðu frá textum í ljóðum sínum og skáldsögum og hvernig þeir kvikna og verða til.  

Þær sýndu fram á að allir geta tjáð sig í skrifum og hvöttu nemendur til skapandi hugsunar og skrifa. Vilborg hefur m.a. skrifað Korku sögu og Auði og bækur Sigurbjargar eru t.d. Sólar saga og Blysfarir. Það er alltaf fengur af heimsókn sem þessari og gaman að sjá hve nemendur okkar voru áhugasamir um efnið.  

       

Birt í flokknum Fréttir.