Verðlaunaafhending fyrir fjölgreindaleika

 Verðlaunaafhending fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram, 27. október á sal skólans Íþróttakennarar lögðu áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemendur standa sig, yngri sem eldri. Öll liðin fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig. Í 1. sæti var lið nr. 38 – Stjörnurnar. Fyrirliðar voru: Hlín (Krummum), Klara Marlín (Lómum) og Salný Vala (Lómum). Í liðinu voru: Sigurður Gylfi (Lóum), Katla (Teistum), Sara Hlín (Lundum), Hildur (Súlum), Helga  (Fálkum), Hlynur (Maríuerlum) og Emil Grettir (Glókollum).

Í 2. sæti var lið nr. 6 – Súkkulaðistjarnan. Fyrirliðar voru Gilbert (Smyrlum) og Líney (Kjóum). Í liðinu voru: Hákon (Lóum),  Guðbjörg  (Fálkum), Pétur (Störum), Rebekka (Sendlingum), Sigríður Sól (Glókollum), Stefanía (Álftumum), Egill (Lundum), Jóhanna (Stelkum), Una (Súlum) og Bjarni (Maríuerlum).

Í 3. sæti var lið nr. 7 – Besti flokkurinn. Fyrirliðar voru Guðmundur Tómas (Smyrlum) og Svanhildur (Kjóum). Í liðinu voru Ágúst (Lóum), Ágúst (Fálkum), Daníel Snær (Störum), Arnaldur (Glókollum), Þórarinn (Sendlingum), Birkir (Álftum), Rebekka (Súlum), Elvar (Lundum , Markús (Stelkum)  og Katla (Maríuerlum).

Þrír fyrirliðar voru nefndir sem þóttu skara framúr en það voru þau Bjartur Guðjónsson, Freyja Aðalsteinsdóttir og Steinunn Ýr Hilmarsdóttir.

Hér eru Myndir frá verðlaunaafhendingu en einnig voru um leið veitt viðurkenningarskjöl fyrir Norræna skólahlaupið sem fór nýlega fram. Meðfylgjandi mynd er af liðinu sem varð í fyrsta sæti. 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .