Vetrarleyfi
Vetrarleyfi er í skólanum 4. og 5. febrúar. Skipulagsdagur er á öskudag (6. feb.) hjá kennurum og starfsfólki en þá eiga nemendur frí í skólanum. Skólastarf hefst aftur fimmtudaginn 7. febrúar skv. stundaskrá. Njótið vetrarleyfisins!
Lesa meira100 daga hátíðin
Í dag héldu nemendur í 1. og 2. bekk upp á þann áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum. Nemendur unnu í stöðvavinnu og voru 4 stöðvar í gangi þar sem fjölbreytt verkefni tengd tölunni 100 og tugum og einingum voru í gangi. Skoðið myndir frá hátíðinni hér.
Lesa meiraTil foreldra í Kópavogi
Tilkynning frá forvarnarfulltrúa Kópavogs: Næstkomandi 2. febrúar stendur Techno.is fyrir tónleikum á vínveitingastaðnum Broadway. Tvennir tónleikar fara þar fram aðrir fyrir 16 - 20 ára sem fara fram fyrr um kvöldið og síðar um kvöldið fara fram tónleikar fyrir 20 ára og eldri.
Lesa meira
Námsvefir 8. -10. bekkur
Stærðfræði Íslenska Landið Náttúran Ýmislegt Þrautir Rökhugsun Málfarsmolar Íslandskort Fuglavefurinn Danska Hugarleikfimi Algebra Málfræðigreining Google Maps Plöntuvefurinn God nok Þjálfaðu minnið Reiknum Æfingar í stafsetningu Jarðfræðivefurinn Honoloku Leg med dansk Þjálfaðu einbeitnina Brotaleikur Ritfærni Fjaran og hafið- leikir Greiningarlykillsmádýr Enska – Um Ísland Þjálfaðu athyglina Ritum rétt Stjörnufræðivefurinn […]
Lesa meiraÍslandsmeistari í skák í Salaskóla
Hildur Berglind Jóhannsdóttir sem er nemandi í Ritum í Salaskóla gerði sér lítið fyrir um helgina og varð Íslandsmeistari stúlkna 10 ára og yngri. Við óskum Hildi innilega til hamingju með frábæran árangur og óskum henni áframhaldandi góðs gengis.
Lesa meiraÞótt vindar blási er Salaskóli opinn
Þrátt fyrir smá gjóstur í morgun þá opnuðum við skólann á venjulegum tíma. Það eru foreldraviðtöl í skólanum, allir kennarar komnir í hús og byrjaðir að ræða við foreldra. Dægradvölin opnaði kl. 8:00. Að gefnu tilefni viljum við taka fram að skólahald í Salaskóla fellur ekki niður vegna veðurs. Hins vegar er það foreldra […]
Lesa meiraLandspítala afhent gjöf
Krakkarnir í 7. og 8. bekk söfnuðu fé til Landspítala Hringsins í desember með því að halda jólamarkað í skólanum þar sem seld voru jólakort, listaverk, kökur og góðgæti. Ágóðinn var afhentur Landspítalanum við hátíðlega athöfn í sal skólans í morgun þar sem forsvarsmenn Landspítalans tóku við gjöfinni og þökkuðu þann hlýhug sem krakkarnir sýndu í verki.
Lesa meira
Ekki lengur mannekla í dægradvöl
Í allt haust vantaði okkur starfsfólk í dægradvöl, en með dugnaði starfsfólks þar tókst okkur að halda henni gangandi. Nú um áramótin bættist við starfsfólk og nú er dægradvölin fullmönnuð. Rétt tæplega hundrað börn eru í dægradvölinni og oft mikið fjör á daginn. HK hefur tekið upp samstarf við okkur og við erum einnig […]
Lesa meiraForeldraviðtöl föstudaginn 25. janúar
Á föstudaginn, 25. janúar, verða foreldraviðtöl í Salaskóla. Kennarar hafa sent foreldrum tíma fyrir viðtölin og nauðsynlegar upplýsingar. Dægradvölin er opin.
Lesa meiraHressir krakkar í útikennslu
Útikennsla fellur ekki niður þó illa viðri. Það er bara að búa sig vel og vera í góðum og hlýjum fatnaði. Hópur í 3.- 4.bekk var að byrja í útikennslu í dag. Á milli þess sem gengið var milli heimila til að taka myndir af krökkunum var rassaþotukeppni og nestistími. Regla númer eitt var höfð […]
Lesa meiraPrófadagar hjá nemendum í 8. – 10. bekk
Nú eru prófadagar hjá elstu nemendum skólans. Nemendur koma til prófs kl. 8:30 á morgnana og fara síðan heim að prófi loknu. Prófum lýkur nk. föstudag. Hér koma nokkur góð ráð til krakka sem eru í próflestri.
Lesa meiraMyndasöfn
Að nota ljósmynd til að skrifa út frá Hugsaðu þér ljósmyndina sem miðju í sögu. Reyndu að ímynda þér hvað gerist áður en myndin var tekin og einnig hvað í vændum er. Smelltu á þá mynd sem þú vilt skoða betur. Þú getur afritað ljósmyndina með því að hægrismella á hana og velja […]
Lesa meira