Nýtt foreldraráð

Nýlega var óskað eftir framboðum í foreldraráð. Fimm einstaklingar gáfu kost á sér og var ákveðið að þeir tækju allir sæti í ráðinu og því var ekki efnt til kosninga. Ráðið skipa því eftirtaldir foreldrar:

Sigurjón Sigurðsson, Ísól Ómarsdóttir, Bryndís Baldvinsdóttir, Árni Þorsteinsson og Sigþór Samúelsson. Fyrsti fundur ráðsins verður fljótlega og verður fyrsta verkefni þess að skoða áætlanir um skólastarf næsta skólaárs. Um leið og hið nýja ráð er boðið velkomið til starfa er fráfarandi foreldraráði þakkað gott samstarf.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .