ovedur

Í dag / today

Rok og rigning getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Ágætt ef foreldrar sem keyra börn sín í skólann verið ekki allir á ferðinni kl. 8. Það veldur örtröð fyrir utan skólann og slysahættu í myrkrinu.
Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.
Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.

Námsfundir með foreldrum og nemendum

Eins og foreldrar hafa eflaust tekið eftir höfum við ekki verið með námskynningar í haust. Þær eru á vissan hátt barn síns tíma enda hefur samskiptatækni fleytt fram og að ýmsu leyti sinnt því hlutverki sem námskynningar gegndu áður. Þetta hefur m.a. komið fram í frekar slakri mætingu foreldra á þessa fundi. Við höfum því í haust verið að skoða hver þörfin er fyrir fundi af þessu tagi og niðurstaða okkar er sú að setja saman í eitt námskynningar og morgunkaffi stjórnenda. Við köllum þetta námsfundi og á hverjum fundi taka bæði foreldrar og nemendur þátt.

Við leggjum áherslu á að hver fundur hafi skýrt markmið og foreldrar hafi tækifæri til að leggja eitthvað til málanna um nám og skólagöngu barnanna. Einnig að nemendur taki virkan þátt í þessari umræðu í samræmi við þroska og aldur. Við vonum að með þessu fáum við góða umræðu um brýn mál, góðar hugmyndir og þéttara og betra samfélag í kringum skólann.

Búið er að tímasetja fundina. Þeir hefjast allir kl. 8:10 og standa í til 9 eða 9.10.Þeir verða sem hér segir: 

 

14. nóvember

4. bekkur

15. nóvember

3. bekkur

16. nóvember

2. bekkur

22. nóvember

5. bekkur

23. nóvember

6. bekkur

24. nóvember

9. bekkur

25. nóvember

8. bekkur

30. nóvember

10. bekkur

6. desember

7. bekkur

 

 

Skólasetning 22. ágúst

Salaskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst nk.  Nemendur mæta sem hér segir:

5., og 6.   kl. 8:30

(Foreldrar nemenda í 5. og 6. bekk eiga að mæta á sama tíma og fara á fund vegna þess að börn þeirra fá afhentan ipad. Mjög mikilvægt að amk. annað foreldri mæti).

2., 3. og 4. bekkur        kl.   9:30
7., 8., 9. og 10. bekkur      kl. 10:30

 

 Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 23. ágúst.  Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk miðvikudaginn 24. ágúst. Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.

Dægradvöl opnar þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13:30.

Nýir nemendur (aðrir en 1. bekkingar) eru boðnir í skólann fimmtudaginn 18. ágúst kl. 12:30. Þá fá þeir smá kynningu á skólanum og starfinu. 

Forgangsröðun vegna manneklu í dægradvöl

Það gengur illa að manna dægradvölina og nú þegar tæp vika er í skólasetningu eru aðeins fimm starfsmenn þar. Okkur vantar sjö til átta starfsmenn til viðbótar til þess að geta tekið við þeim fjölda barna sem óskað hefur verið eftir vistun fyrir. Það eru lítil sem engin viðbrögð við auglýsingum okkar en þó eigum við von á tveimur starfsmönnum á næstu dögum. Á liðnum árum höfum við stundum verið í svipaðri aðstöðu og þá rætist oft úr þegar háskólar og framhaldsskólar byrja.

Við vonum að það verði svo nú og jafnframt biðjum við ykkur, foreldrar góðir, að vekja athygli þeirra, sem e.t.v. eru að leita sér að hlutastarfi, á að hér er skemmtilega vinnu að fá. Það er líka möguleiki á fullu starfi ef svo ber undir.

Það er deginum ljósara að dægradvölin verður ekki starfhæf nema að hluta þriðjudaginn 23. ágúst þegar skólastarf hefst að fullu. Við verðum því að takmarka þann fjölda sem þangað kemur þar til meiri mannskapur fæst. Ákveðið hefur verið að forgangsraða þannig að nemendur í 1. bekk ganga fyrir og eldri nemendur verða svo teknir inn eftir því sem fjölgar í starfsmannahópnum.

Þetta er auðvitað afleitt ástand en við getum ekki veitt þá þjónustu sem til er ætlast nema hafa nægan mannskap. Við vonum að þið sýnið þessu skilning og að málin leysist hratt og vel. Við látum ykkur fylgjast með.

 

Innkaupalistar Salaskóla?

Innkaupalistar grunnskólanna ber gjarnan á góma milli skólaslita og skólasetningar. Það grípur jafnvel um sig eitthvert innkaupalistaæði sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri. Foreldrar pressa á skólana og skömmu eftir skólaslit berast okkur fyrirspurnir um hvort listarnir séu ekki að koma á netið og svo þegar líður á sumarið fara verslanirnar að auglýsa. Foreldrar fara í búðir með listana og kaupa það sem á þeim stendur. Þessu fylgja veruleg útgjöld, 10 þús. kr. fyrir hvern lista og þeir sem eiga fleiri en eitt barn þurfa að leggja fram tugi þúsunda. Það er til viðbótar öðru sem þarf fyrir skólabyrjun eins og ný föt, skólatösku o.s.frv.

En þarf þetta? Þurfa öll börn að mæta fyrsta skóladaginn með allar stílabækurnar sem gert er ráð fyrir að þurfi að nota næstu 9 mánuðina? Þarf að kaupa alla blýanda fyrir veturinn í ágúst? Nei það þarf ekki.
 
Það er eðlilegt að foreldrar og nemendur fari yfir það sem til er frá fyrra skólaári. Stílabækur sem ekki eru fullnýttar eru fullgildar, sem og blýantar sem ekki eru enn orðnir stubbar. Strokleður og yddarar virka yfirleitt fleiri en eitt skólaár og trélitirnir frá því í vor eru e.t.v. bara í lagi enn þá. Er ekki bara skynsamlegt að byrja nýtt skólaár á að nota þetta og kaupa svo inn í það sem gengur úr sér eftir því sem líður á veturinn? Foreldrar og nemendur þurfa að passa upp á að endurnýja þessa hluti eftir þörfum allan veturinn.
 
Salaskóli mun í haust ekki leggja fram innkaupalista en aftur á móti fá nemendur í hendur gátlista yfir það sem eðlilegt er að nemandi sé með í töskunni. Eðlilegt er að foreldrar og nemendur fari reglulega yfir gátlistann og verði sér þá út um það sem vantar hverju sinni.
 
Í 1. – 4. bekk stendur skólinn fyrir sameiginlegum innkaupum á ritföngum sem nemendur í hverjum námshópi hafa aðgang að allan veturinn. Foreldrar hafa greitt fyrir þetta og hefur kostnaður verið einhversstaðar á milli 2 – 3 þús. kr. Í 5. – 10. bekk verða svo allir nemendur með spjaldtölvur og því hlýtur þörf að ýmis konar stílabókum, reiknivélum og slíku að hverfa.

Tökum höndum saman og gerum þetta af skynsemi.

Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga

Vorskóli Salaskóla verður mánudaginn 2. maí og þriðjudaginn 3. maí.
Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30.
Börnin þurfa ekkert að hafa með sér.
Fyrri daginn verður upplýsingafundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti.
Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru vinsamlega beðnir um að láta okkur vita í síma 441 3200.
Athugið að þessi heimsókn er ekki í tengslum við leikskólana. Foreldrar þurfa því að koma með og sækja börnin.

Foreldraviðtöl 21. janúar

Fimmtudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl í Salaskóla. Opnað hefur verið fyrir skráningu á mentor og sjá foreldrar sjálfir um að bóka viðtölin. Dægradvölin opin allan daginn. Þar sem að stærstur hluti starfsfólks er í hlutastarfi eftir hádegi er mjög mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ef þeir ætla að nota dægradvölina þennan dag. Það þarf að skrá í síðasta lagi þriðjudaginn 19. janúar. Við þurfum að gera heilmiklar ráðstafanir til að hafa nógu marga starfsmenn, enda þarf að semja við fólk um aukna vinnu og sumir eiga erfitt með að bæta við sig vegna t.d. náms. Þetta er langur dagur fyrir litlu krakkana og þeir sem eiga möguleika á að stytta hann eitthvað eru bara að gera börnunum gott. Þess ber að geta að ekki er rukkað sérstaklega fyrir auka vistunartíma á dögum sem þessum. 

Óveður í aðsigi

Morgunhressustu starfsmenn Salaskóla eru mættir og eru að opna skólann. Veðrið er í lagi þessa stundina en það er að versna. Foreldrar verða að fylgja börnum sínum í skólann. Líklegt er að það verði ófærð og kannski illviðri enn þá þegar skóla lýkur og þá verður á sækja börnin, þau fara ekki gangandi heim ein. Munum bara að vera ekkert að ana út í vitleysu, það verða örugglega nógu margir sem gera það og allt verður stopp út um alla borg.Við biðjum ykkur um að hringja ekki í skólann nema brýna nauðsyn beri til. Sendið frekar tölvupóst á asdissig@kopavogur.is eða tilkynnið fjarvistir í gegnum mentor. Látum þenna dag ganga vel.

Vont veður, verum slök

Ágætu nemendur og foreldrar í Salaskóla – vond veðurspá í fyrramálið og þið skulið því fylgjast vandlega með tilkynningum í útvarpi og fréttamiðlum strax í fyrramálið. Tilkynning um hvort það verður skóli eða ekki verður send út um kl. 7. Við í skólanum tökum enga ákvörðun um það heldur er það gert af slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mögulega getum við sem vinnum í skólanum átt erfitt með að komast í vinnu til að opna skólann og því er líka nauðsynlegt að fylgjast með tilkynningu hér á heimasíðu skólans og á facebook um hvort einhver sé búinn að opna húsið. Ekki leggja af stað fyrr en það liggur fyrir. Og ekki reyna að hringja í skólann, við höfum örugglega nóg annað að gera en að svara í símann. Svör við öllum spurningum verða á hér eða á facebooksíðu skólans. Verum bara slök og önum ekki út í vitlaust veður – það er algjjör óþarfi.