Óveður í aðsigi

Morgunhressustu starfsmenn Salaskóla eru mættir og eru að opna skólann. Veðrið er í lagi þessa stundina en það er að versna. Foreldrar verða að fylgja börnum sínum í skólann. Líklegt er að það verði ófærð og kannski illviðri enn þá þegar skóla lýkur og þá verður á sækja börnin, þau fara ekki gangandi heim ein. Munum bara að vera ekkert að ana út í vitleysu, það verða örugglega nógu margir sem gera það og allt verður stopp út um alla borg.Við biðjum ykkur um að hringja ekki í skólann nema brýna nauðsyn beri til. Sendið frekar tölvupóst á asdissig@kopavogur.is eða tilkynnið fjarvistir í gegnum mentor. Látum þenna dag ganga vel.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .