Í morgun komu foreldrar langvía og drukku morgunkaffið sitt með skólastjóranum. Samkvæmt bókhaldi okkar hafa þá foreldrar nemenda í öllum bekkjum skólans komið á morgunfund í vetur, rætt við skólastjórnendur og skoðað skólastarfið.
Hátt í 500 foreldrar hafa setið með okkur í morgunkaffi í vetur. Við erum afar ánægð með þann áhuga sem foreldrar sýna skólastarfinu með því að taka þátt í þessu með okkur. Allir hafa fyllt út blöð þar sem á að skrifa það sem er gott í starfi skólans og hvað mætti betur fara. Við erum byrjuð að vinna úr blöðunum og gerum ráð fyrir að fljótlega liggi fyrir skýrsla um þetta mat foreldra á skólastarfinu.
Við munum svo taka upp þráðinn í haust og stefnum að því að ljúka kaffiboðunum fyrir áramót.