tnlist_003.jpg

Tónlistin bætir og kætir

tnlist_003.jpgNemendur og starfsfólk Salaskóla hafa notið tónlistarflutnings góðra gesta þessa vikuna. Í skólann komu á dögunum þrír tónlistarmenn sem kættu 5.-7. bekkinga með spili og líflegum söng sem krakkarnir tóku óspart undir. Sumir tóku jafnvel sporið og dilluðu sér. Þetta var hluti af verkefninu Tónlist fyrir alla.

 

Þennan morguninn var krökkunum í 1. – 4. bekk síðan boðið upp á að hlusta á tónævintýrið Pétur og úlfinn með tilheyrandi myndum, sögu og látbragðsleik. Tónlistin var leikin af blásarakvintett sem skipa þau Pamela De Sensi flautuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Rúnar Óskarsson klarínettuleikara, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Emil Friðfinnsson hornleikari. Sögumaður var Sigurþór Heimisson leikari. Krakkarnir höfðu gaman að enda kærkomin tilbreyting.   ptur_og_lfurinn_006.jpg

Birt í flokknum Fréttir.