Góður fundur með foreldrum

Miðvikudagskvöldið 3. júní voru foreldrar barna í 5. og 6. bekk boðaðir á fund þar sem þeim var kynnt námsskipulag næsta skólaárs. Mjög góð mæting var á fundinn sem sýnir mikinn áhuga foreldra á skólastarfinu. Skólastjóri greindi frá þeim breytingum sem ætlunin er að gera á skipulagi í 6. og 7. bekk næsta vetur, en þá verður fjórum bekkjum sem nú eru í 5. og 6. bekk steypt saman í 3 aldursblandaða bekki. Í máli hans kom fram að fækkun nemenda í þessum árgöngum hefði orðið til þess að kennarar og skólastjórnendur fóru að velta upp möguleikum á breyttu fyrirkomulagi þar sem saman færi betri nýting fjármuna og mjög gott faglegt starf.

Lesa meira

Dægradvölin bauð í kaffi

Krakkarnir í dægradvölinni voru með opið hús í vikunni og buðu skólastjórnendum og kennurum skólans í heimsókn til þess að skoða afrakstur vetrarins. Þar mátti sjá flottar veggmyndir eftir krakkana og furðuveruna Bob sem var búinn til úr hænsnaneti og efnisafgöngum – en krakkarnir kölluðu hana skrímslið. Síðan var boðið upp á kaffi og skúffuköku á eftir. Fleiri […]

Lesa meira

Skólaslit Salaskóla

Útskrift 10. bekkjar að kvöldi hins 8. júní. Hefst kl. 20:00. Foreldrar koma með á kaffihlaðborðið. 1. – 9. bekkur þriðjudaginn 9. júní kl. 14:00. Nemendur mæta í sínar stofur. Kennarar kveðja sína nemendur stuttlega og koma svo með þá í sal skólans kl. 14:15, þar sem skólastjóri slítur skólanum.   Eftir skólaslit kl. 14:40 […]

Lesa meira

Kynningafundur fyrir foreldra 5. og 6. bekkja

Fundur um kennsluskipulag næsta skólaárs  í 6. og 7. bekk verður miðvikudaginn 3. júní kl. 20:00. Hvetjum alla til að mæta.

Lesa meira

Aðalfundur SAMKÓP

 

Samtök foreldrafélaga við grunnskóla Kópavogs

Aðalfundur SAMKÓP verður haldinn fimmtudaginn 4. júní 2009 í Salaskóla og hefst kl. 20:00.  Stefnt er að því að fundur ljúki um kl 21:30


Lesa meira

Námsskipulag í 6. og 7. bekk skólaárið 2009-2010

Í vetur hefur verið gerð tilraun til að vera með árgangahreinar bekkjardeildir í Salaskóla. Í ljósi reynslu okkar í vetur höfum við í hyggju að breyta svolítið kennsluskipulagi hjá okkur í því skyni að bæta enn frekar námsumhverfið til að nemendur ná góðum árangri í námi.

Breytingarnar ná til elstu bekkjanna, þ.e. frá 6. bekk og upp úr. Á unglingastiginu verða t.d. gerðar breytingar á valgreinum nemenda auk þess sem meira verður kennt í árgangablönduðum námshópum en áður hefur verið gert og þá með það að markmiði að nemendur fái í frekara mæli nám við hæfi en hægt er að gera í árgangabundnum bekkjum. Reynsla okkar af aldursblöndun á miðstigi er góð og í ljósi tilraunar okkar í vetur teljum við að hægt sé að ná betri árangri, bæði námslegum og félagslegum með aldurblönduðum bekkjum á því stigi.

Lesa meira

Óvissuferð 10. bekkja

Óvissuferð 10. bekkja Salaskóla verður farin þriðjudaginn 2. júní.  Verð fyrir ferðina er 11.500 kr. Greiðslu fyrir ferðina þarf að leggja inn eigi síðar en 1. Júní.  Reikn. 1135 – 05 – 750775, kt:  6706013070. Gott væri að fá að vita sem fyrst ef það eru einhverjir sem komast ekki með.  Foreldrar hafa fengið nánari […]

Lesa meira

Frí á uppstigningardag

Frí er í skólanum á morgun, uppstigningardag, eins og fram kemur á skóladagatali. Skóli verður svo skv. stundaskrá á föstudaginn.  

Lesa meira

Hjálmar á höfuðið

hjlmar_004web.jpgÍ vikunni komu góðir gestir færandi hendi og færðu nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Gefendur voru Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi og Eimskip. Þeim eru færðar þakkir fyrir. 

Lesa meira

Sungið úti í blíðunni

Mávarnir voru í tónmennt í dag úti í góða veðrinu. Þau sungu vorlögin af mikilli innlifun við undirleik Ragnheiðar tónmenntakennara og nokkur vel valin Eurovisionlög fengu að fljóta með. Gott að láta sólina verma sig í söngnum. Skoðið fleiri myndir.  

Lesa meira

Sól og vor í Salaskóla

Þegar sólin skín úti er eins og allt verði svo miklu auðveldara í skólastarfinu okkar. Bros leikur á vör nemendanna og þráin eftir að fá að hoppa og skoppa verður svo sterk.  Allir vilja komast út í góða veðrið. Kennararnir grípa gjarnan tækifærið og færa kennsluna út undir bert loft þar sem sólin vermir allt […]

Lesa meira

Böðuðu sig í Nauthólsvík

Krummar og kjóar áttu skemmtilegan dag á ylströndinni í Nauthólsvík í dag en þangað fóru þau með kennurunum sínum í strætisvagni í morgun. Góða veðrið lék við krakkana og þau undu sér m.a. við að vaða, sóla sig, sulla í flæðarmálinu og heiti potturinn var vinsæll.  Myndirnar segja sína sögu. 

Lesa meira