Skáksveit Salaskóla Norðurlandameistar!

Þó svo að ein umferð sé eftir að Norðurlandamóti grunnskóla í skák hefur hin geysisterka sveit Salaskóla tryggt sér Norðurlandameistartitilinn. Sveitin hefur sýnt fádæma yfirburði og er vel að sigrinum komin. Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norðurlandameistartitli og heimsmeistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek. Í sveitinni eru Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason, Eiríkur Brynjarsson og Guðmundur Kristinn Lee.

Heimasíða keppninnar er hér.
Birt í flokknum Fréttir og merkt .