Vel sótt námskynning í unglingadeild

Kennarar unglingadeildar kynntu vetrarstarfið fyrir foreldrum í morgun. Kynningin hófst á sal. Þar voru allir kennarar kynntir og tveir kennarar sýndu foreldrum gagnlega námsvefi. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar sagði frá starfinu í vetur. Að þessu loknu fóru foreldrar með umsjónarkennurum í kennslustofur.

Foreldrar fjölmenntu á kynninguna og við erum mjög ánægð með góða mætingu.

Birt í flokknum Fréttir.