small_vifistadavatn.jpg

Vettvangsferð að Vífilstaðavatni

small_vifistadavatn.jpgÞað var mikið fjör í dag þegar nemendur úr fjórða bekk, lundar og teistur, fóru í vettvangsferð að Vífilstaðavatni. Meðferðis voru háfar, prik og box af ýmsum stærðum og gerðum. Þó nokkuð margir gleymdu stígvélum, en létu það ekki stoppa sig, heldur rifu af sér strigaskóna og óðu út í.

Krakkarnir fylltu boxin af lirfum, drullu, gróðri og fleiru girnilegu.  Þegar komið var aftur í skólann var öllu hellt í fiskabúr og bíða nú allir spenntir eftir að sjá hvaða líf kviknar í búrinu. Spakmæli dagsins eru: enginn er verri þó hann vökni ! Fleiri myndir 

Birt í flokknum Fréttir.