Ömurlegir eineltistilburðir
Næstkomandi föstudag hefur verið boðaður á Feisbúkk "kick a ginger day" og þá á að sparka í þá sem eru rauðhærðir. Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Fyrir ári síðan máttu rauðhærðir krakkar þola mikið ofbeldi í skólum vestan hafs.
Lesa meiraNýtt valtímabil – unglingar veljið strax!
Mánudaginn 23. nóvember hefst 3. tímabilið í valinu hjá unglingunum og þeir þurfa að velja strax og í síðasta lagi á miðvikudag. Farið inn hér og veljið.
Lesa meiraLegómeistarar heiðraðir
Legómeistararnir, Róbóbóbó, voru heiðraðir með miklu lófataki í sal skólans í gær þar sem söfnuðust saman nemendur skólans og starfsfólk.
Sjálfsmatsskýrsla Salaskóla
Sjálfsmatsskýrsla Salaskóla 2007-2009 er komin út. Hún hefur verið birt á heimasíðu skólans undir hlekknum skólinn > mat á skólastarfi. Í skýrslunni er gerð grein fyrir sjálfsmatsaðferðum skólans og þar er matsáætlun næstu ára. Greint er frá niðurstöðum úr ýmsum könnunum og prófum og að síðustu er umbótaáætlun. Við hvetjum foreldra til að kynna […]
Lesa meiraSigur hjá Róbóbóbó
Lególíð Salaskóla, Róbóbóbó, náði frábærum árangri í Legókeppninn First Lego League sem haldin var í dag, 7. nóvember, í Keili í Reykjanebæ. Liðið sýndi mikla samhæfni og sérlega góða færni í öllum hlutum keppninnar og endaði sem sigurvegari og FLL- meistari 2009 á Íslandi.
Lesa meiraBrunaæfingu lokið
Í morgun fór fram brunaæfing þar sem okkar stóra skólahúsnæði var rýmt samkvæmt rýmingaráætlun skólans. Æfingin gekk mjög vel í alla staði – nemendur og starfsfólk stóð sig með prýði. Næst verður farið yfir áætlunina í heild sinni og henni breytt ef reynslan sýnir að þörf er á slíku.
Lesa meiraBrunaæfing á næstunni
Fyrirhugað er að hafa brunaæfingu í skólanum einhvern næstu daga – þar sem húsið verður tæmt á sem stystum tíma. Með æfingunni er verið að sannreyna öryggsiaætlun skólans og gera endurbætur ef einhverjir annmarkar koma í ljós.
Lesa meiraLeiksýningin Rúi og Stúi
Kópavogsdeild Rauða krossins og Leikfélag Kópavogs hafa tekið upp samstarf í tengslum við barnasýninguna Rúa og Stúa sem Leikfélagið sýnir og er ætluð nemendum í 1.- 5. bekk. Þriðjungur af andvirði hvers miða á sýninguna fer til styrktar barna- og ungmennastarfi Kópavogsdeildar Rauða krossins.
Lesa meiraVetrarleyfi framundan
Vetrarleyfi nemenda og starfsfólks í Salaskóla verður 29. og 30. október. Mánudaginn 2. nóvember er einnig frí hjá nemendum vegna skipulagsdags kennara. Nemendur koma í skólann aftur þri. 3. nóv. skv. stundaskrá. Dægradvöl er lokuð á vetrarleyfisdögum en verður opin mán. 2. nóv.
Lesa meiraKópavogsmótið í skák
Kópavogsmótið í skák, sveitakeppni 2009, var haldið hér í Salaskóla í dag 16. október. Alls kepptu 13 lið í eldri flokki og 22 lið í yngri flokki eða alls 35 lið sem er algert met í skákmóti í Kópavogi. Aldrei hefur mótið verið stærra. Hér í skólanum voru 140 keppendur auk varamanna að hugsa um […]
Lesa meiraNorræna skólahlaupið
Norræna skólahlaupið fór fram á dögunum hér í skólanum. Allir nemendur skólans hlupu í tilefni þess – hver og einn hljóp í samræmi við eigin getu. Allir stóðu sig með mestu prýði og hlupu sem mest þeir máttu. Þeir bekkir sem stóðu sig einstaklega vel og eftir var tekið voru maríuerlur og fálkarnir. En […]
Lesa meiraVerðlaunafhending fyrir fjölgreindaleika
Verðlaunaafhending fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram í morgun, 12. október.
Auður íþróttakennari lagði áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemendur standa sig, yngri sem eldri. Öll liðin fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig.
Hér eru Myndir frá verðlaunahátíð.
Lesa meira