Morgunkaffi fyrir foreldra í 1. bekk

Skólastjórnendur í Salaskóla bjóða foreldrum hvers bekkjar fyrir sig í morgunkaffi einu sinni á vetri. Þriðjudaginn 26. janúar er foreldrum Glókolla boðið. Við byrjum kl. 8:10 og erum á kaffistofu starfsmanna. Bjóðum ykkur velkomin þangað. Á fundinum ræðum við skólastarfið almennt og viljum gjarnan heyra ykkar upplifun, hugmyndir og skoðanir. Eftir spjall heimsækjum við bekkinn. Allt búið kl. 9:00.  Það er mjög mikilvægt að allir mæti og hvetjum feður jafnt sem mæður að koma. Miðvikudaginn 27. koma svo foreldrar Sólskríkja og foreldrar Stara fimmtudaginn 28. janúar.

Birt í flokknum Fréttir.