Gleðilega jólahátíð
Jólaböllin gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér. Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum innilega ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum þriðjudaginn 5. janúar skv. stundaskrá. Samstarfsdagur kennara er mánudaginn […]
Lesa meiraJólaball
18. desember 2009 er gengið í kringum jólatréð í 1. – 7.bekk . Jólaballið tekur klukkustund. Nemendur mæta tímanlega í sínar bekkjarstofur þar sem kennarinn tekur á móti þeim og kemur með þau í röð á sal. Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 9:30 til 10:30: glókollar, starar, steindeplar, þrestir, lóur, teistur, helsingjar og ernir. Þessir […]
Lesa meiraFjörlegur körfubolti
Það er orðin hefð í skólanum að blása til körfuboltamóts í unglingadeildinni á aðventunni. Að þessu sinni var nemendum í Lindaskóla boðið að koma og taka þátt. Spilaðir voru margir fjörlegir leikir og fóru leikar þannig að bæði stelpu- og strákalið úr 9. bekk í Lindaskóla, voru efst að stigum og fengu verðlaunapeninga afhenta.
Lesa meiraLúsíuhátíð
Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem er skipaður nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn Ragnheiðar tónmenntakennara. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og með ljós í hönd. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með […]
Lesa meiraRithöfundur sótti okkur heim
Nú í morgunsárið kom rithöfundurinn Gerður Kristný í heimsókn í skólann og hitti alla nemendur í 1. - 5. bekk. Gerður sagði frá barnæsku sinni, kynnti eldri bækur sínar eins og Mörtu Smörtu, Garðinn og Ballið á Bessastöðum og las síðan úr nýjustu bókinni Prinsessunni á Bessastöðum.
Lesa meiraAðventuganga foreldrafélagsins
Aðventuganga foreldrafélagsins verður fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 17:30. Hist verður við Salaskóla og svo gengið þaðan. Öllum íbúum Salahverfis er boðið að taka þátt. Eftir göngu er boðið upp á smákökur og kakó í skólanum. Missið ekki af þessum skemmtilega og árlega viðburði.
Lesa meiraJólabingó 3. desember
Jólabingó fyrir alla fjölskylduna í Salaskóla fimmtudaginn 3. desember kl. 20:00 Miðaverð kr. 400 9. bekkur í Salaskóla stefnir á að fara í ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalabyggð í lok janúar og rennur allur ágóði af bingóinu í ferðasjóð nemenda.
Lesa meiraJóladagatal grunnskólanna á www.umferd.is
Jólagetraun Umferðarstofu er með nýju sniði í ár. Á hverjum degi, frá 1. desember til 24. desember, geta grunnskólabörn svarað nýrri spurningu með því að opna jóladagatal á www.umferd.is og komist þannig í verðlaunapott.
Lesa meiraFeisbúkk og félagsleg vandræði
Ágætu foreldrar
Við höfum orðið vör við að mjög margir nemendur Salaskóla eru aðilar að „facebook“ netsamfélaginu. Eins og mörg ykkar þekkja býður þetta samfélag upp á ágætis samskipti af ýmsu tagi og fleira skemmtilegt. En dökku hliðarnar finnast líka og ég er hræddur um að þær komi einkum fram hjá börnum og unglingum. Í hverri einustu viku þurfum við hér í skólanum að taka á málum sem verða til í samskiptum nemenda á „facebook“. Þessi samskipti eiga nemendur eftir skóla og á kvöldin. Þetta getur t.d. verið þannig að einhver skráir eitthvað á „statusinn“ hjá sér og fær óviðurkvæmilegar athugasemdir frá einhverjum „facebook-vinum“. Komið hafa upp hörð orðaskipti, hótanir, niðurlægjandi tal, athugasemdir um útlit og geðslag og fleira í þeim dúr.
Lesa meiraSkólanum færð gjöf
Úlfar Andri Sölvason nemandi í þröstum kom færandi hendi í skólann í morgun. Hann gaf skólanum glænýtt spil, Vikings, sem er algjörlega íslensk hönnun. Hann sagði að pabbi sinn hefði hannað spilið og það væri mjög skemmtilegt. Hann afhenti skólastjóra spilið að viðstöddum bekkjarfélögum sínum og saman fór allur hópurinn inn bókasafn þar sem […]
Lesa meiraÖmurlegir eineltistilburðir
Næstkomandi föstudag hefur verið boðaður á Feisbúkk "kick a ginger day" og þá á að sparka í þá sem eru rauðhærðir. Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Fyrir ári síðan máttu rauðhærðir krakkar þola mikið ofbeldi í skólum vestan hafs.
Lesa meiraNýtt valtímabil – unglingar veljið strax!
Mánudaginn 23. nóvember hefst 3. tímabilið í valinu hjá unglingunum og þeir þurfa að velja strax og í síðasta lagi á miðvikudag. Farið inn hér og veljið.
Lesa meira