Myndasafn skólans
Myndasafn skólans er geymt í Picasa-safni á netinu og er uppfært reglulega. .
Lesa meiraHnetulaus Salaskóli
Salaskóli er hnetulaus skóli. Hnetur geta valdið mjög slæmu og hættulegu ofnæmi hjá sumum einstaklingum. Við biðjum alla nemendur og starfsmenn að gæta þess að koma ekki með hnetur í skólann. Hnetur eru stundum í brauði, kökum, sælgæti og jógúrti.
Lesa meiraRitun og jafningjaráðgjöf
Salaskóli fékk styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Ritun og jafningjaráðgjöf“ fyrir skólaárið 2014-2015. Verkefnið felst í að kenna nemendum ritun með góðum stuðningi frá eldri nemendum. Verkefnisstjóri var Hrafnhildur Georgsdóttir. Skýrsla um verkefnið er væntanleg á vefinn.
Lesa meiraNýtum það sem til er, vinnum saman hvar sem er (BYOD)
Skólaárið 2014-2015 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Nýtum það sem til er, vinnum saman hvar sem er.“ Verkefnið snýst um að nemendur í unglingadeild geti komið með sín eigin snjalltæki og notað í námi sínu. Þá er átt við síma, spjaldtölvur og fartölvur. Logi Guðmundsson var verkefnisstjóri. Skýrslu um verkefnið er að […]
Lesa meiraRafrænn skóli – nútímaskóli (notkun spjaldtölva í kennslu)
Skólaárið 2012 – 2013 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Rafrænn skóli – nútímaskóli“. Skýrslu um verkefnið má fá með því að smella hér.
Lesa meiraÞemavinna í 7. – 10. bekk
Skólaárið 2010 – 2011 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Þemavinna í 7. – 10. bekk“. Skýrslu um verkefnið er hægt að nálgast með því að smella hér.
Lesa meiraSamræmd próf í 10. bekk
Í dag, 22. september, taka 10. bekkingar samræmt próf í íslensku. Prófið hefst kl. 9 og mæting er 8:50. Á morgun er svo enska og stærðfræði á miðvikudag.
Lesa meiraMyndir 2014-2015
Ágúst:Skólasetning September: Norræna skólahlaupið Útikennsla í september Október: Fyrri dagur fjölgreindaleikaSeinni dagur fjölgreindaleikaStarfsfólk á fjölgreindaleikumSjöundubekkingar á Reykjum Lestrarkeppnin Lesum meira 2014 Nóvember:Góðir gestir í nóvemberDagur gegn einelti – heimsókn í leikskóla 9.-10. b.Verðlaunafhending fyrir fjölgreindaleika Desember:Jólaþorpið 2014Litlu jólin 2014 Janúar – febrúarHundraðdagahátíðin í 1. bekkÖskudagur 2015 Fleiri öskudagsmyndir Mars – apríl Meistaramót […]
Lesa meiraHlaupið af krafti í norræna skólahlaupinu 2014
Myndir frá Norræna skólahlaupinu
Í dag, fimmtudaginn 11. september, fór Norræna skólahlaupið fram í Salaskóla en allir skólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Í þessu hlaupi er lögð áhersla á holla hreyfingu og markmiðið er að sem flestir - helst allir- taki þátt. Það gerðu einmitt nemendur í Salaskóla, allir hlupu af stað, og krakkarnir sýndu mikinn dug og mikla elju og skemmtileg stemning skapaðist í kringum hlaupið.
Forskóli tónlistarnáms
Undanfarin ár hefur skólinn boðið nemendum í 2. bekk upp á flautunám í litlum hópum beint eftir skóla. Þetta geta öll 7 ára börn nýtt sér hvort sem þau eru í dægradvölinni eða ekki. Kostnaði er stillt í hóf og hafa börn í dægradvöl einungis verið að borga fyrir flautu og námsefni, en ef það […]
Lesa meiraValið í unglingadeild
Sl. vor létum við unglingana velja sér valgrein fyrir haustið og á stundaskrám þeirra kemur fram hvaða val þau komust í. Þar sem ýmsar breytingar hafa orðið hjá þeim og líka okkur viljum við að þau velji aftur eða staðfesti að þau vilji hafa valið eins og það kemur fram á stundaskránni. Við biðjum alla því að fara inn á þennan tengil og ganga frá þessu þar - https://www.surveymonkey.com/s/PXQ96CD.
Skólasetning Salaskóla
Í dag, 22. ágúst, var Salaskóli settur í 14. sinn en þá mættu nemendur í andyri skólans og voru skipaðir í bekki af skólastjórnendum. Nemendur fóru síðan með umsjónarkennara sínum í kennslustofu bekkjarins þar sem afhent var stundaskrá og spjallað saman. Margir foreldrar fylgdu börnum sínum til skóla í dag.
Myndir frá skólasetningu.
Lesa meira