lestrark

Víðlesnir nemendur á miðstigi keppa sín á milli

lestrarkSpurningakeppnin LESUM MEIRA 2014, sem er lestrarkeppni á miðstigi, hófst í morgun með því að flórgoðar og tjaldar kepptu sín á milli. Afar skrautleg og flott lið mættu til leiks þennan morguninn með hvatningaspjöld í stíl við skrautlegan klæðnað og andlitsmálningu. Flórgoðar báru sigur úr bítum að þessu sinni með litlum mun stiga en bæði liðin stóðu sig afbragðs vel. Síðar í vikunni mætast tildrur og vepjur og þannig koll af kolli þar til fundin hafa verið tvö lið til að keppa til úrslita sem verður í lok nóvember.

Markmiðið með keppninni er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist. Lið bekkjanna þurfa að svara spurningum er reyna á almenna kunnáttu, ýmislegt úr heimi bókmenntanna og lesefni bókanna sem teknar eru fyrir í þessari keppni. Krakkarnir hafa einmitt verið að lesa ákveðnar bækur fyrir keppnina til að undirbúa sig fyrir keppnina. Skipuð eru bekkjarlið með 5 nemendum en bekkurinn stendur á bak við liðið með allan sinn bókalestur og fær tækifæri til að hala inn stig þegar spurningum er beint til hans.  Liðin fá úthlutað ákveðnum litum og mega skreyta sig þeim lit í keppninni.  Myndir frá keppninni.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .