Morgunkaffi – þökkum fyrir okkur

Í morgun mættu foreldrar 9. og 10. bekkinga í morgunkaffi það var síðasta kaffiboðið á þessu ári. Það hafa 546 foreldrar komið í morgunkaffi með stjórnendum Salaskóla.  Þessir foreldrar eiga 422 börn í 1. – 10. bekk en þar eru alls 550 nemendur. Það hafa því foreldrar 76% barna komið og líklega er prósentutalann hærri því margir eiga börn í nokkrum árgöngum og hafa kannski ekki mætt á alla fundina. Þetta verður að verður að teljast mjög vel viðunandi. Best var mætingin í himbrimum en þar mættu foreldrar allra krakkanna. Á hæla þeirra koma foreldrar langvía og sendlingar, þar vantaði aðeins foreldri eins barns. Á fundunum skrifuðu foreldrar á miða tvö atriði sem þeir eru ánægðir með í starfi Salaskóla og tvö atriði sem má bæta eða þá hugmyndir um eitthvað sem mætti taka upp í skólanum. Við erum nú að fara yfir þessa miða og vinna úr þeim. Þar er margt sem styrkir okkur í starfinu og hjálpar okkur við að bæta skólann okkar. 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .