sulur

Lestrarkeppni á miðstigi lokið

sulurSpurningakeppninni Lesum meira lauk í vikunni með því að súlur og svölur kepptu til úrslita. Súlurnar mörðu sigur með einu stigi á svölurnar og fá því bikar keppninnar til varðveislu í eitt ár. Veitt voru bókaverðlaun fyrir fyrsta og annað sætið. Allir bekkir fengu viðurkenningarskjal þar sem þeim var þökkuð þátttaka í keppninni. Stuðningslið bekkjanna fengu einnig úthlutað ákveðnum heitum eftir því hvernig þau stóðu sig í hvatningu fyrir liðið sitt. Svölurnar voru frumlegasta stuðningsliðið, himbrimar til fyrirmyndar, súlurnar það skrautlegasta, tjaldarnir þeir litríkustu og tildrurnar fjörugasta stuðningsliðið. Lómar þóttu hressasta stuðninsgliðið, flórgoðar með bestu hvatninguna og loks voru vepjurnar þær prúðustu. Til gamans má segja frá því að vepjurnar sem eru fimmtubekkingar var sá bekkur sem las mest allra á undirbúningstímanum.  Flott hjá þeim. Markmiðið með Lesum meira lestrarkeppninni er að nemendur verði víðlesnari,  auki við orðaforða sinn og að áhugi á bóklestri eflist. Það er von okkar að þau markmið hafi náðst að einhverju leyti. 

Birt í flokknum Fréttir.