code

Gaman að forrita

code
Músarrindlarnir komu í tölvuver í dag til að taka þátt í verkefninu „The Hour of Code“ eða Klukkustund kóðunar eins og það útleggst á íslensku. Um er að ræða viðburð á heimsvísu sem stendur í eina viku frá 8.  til 14. desember. 

Markmiðið er að börn á öllum aldri í heiminum sameinist í kóðunarverkefnum. Markið er sett á að 100 milljónir barna ljúki einhvers konar verkefnum af þessu tagi á einni viku.  Tilgangurinn með verkefninu er að nemendur tuttugustu og fyrstu aldarinnar fái tækifæri til að fást við kóðun (forritun) því það þroski þá í að leita leiða og lausna sem er góður undirbúningur fyrir framtíðarstörf og líf í tæknivæddu þjóðfélagi.

Krakkarnir í 3. bekk sýndu verkefnunum gífurlegan áhuga og samvinna varð mikil við lausn þeirra. Með því að smella hér má sjá verkefnin sem krakkarnir eru að fást við. Þau ganga á venjulegar tölvur, spjaldtölvur, snjalltæki og jafnvel án tækja. Valin er íslenska við lausn þeirra. Fleiri bekkir í Salaskóla ætla að taka þátt í þessum verkefnum í vikunni.

Birt í flokknum Fréttir.