Morgunkaffi – þökkum fyrir okkur

Í morgun mættu foreldrar 9. og 10. bekkinga í morgunkaffi það var síðasta kaffiboðið á þessu ári. Það hafa 546 foreldrar komið í morgunkaffi með stjórnendum Salaskóla.  Þessir foreldrar eiga 422 börn í 1. – 10. bekk en þar eru alls 550 nemendur. Það hafa því foreldrar 76% barna komið og líklega er prósentutalann […]

Lesa meira

Viðurkenningar fyrir fjölgreindaleika og hlaup

Verðlaunaafhending fjölgreindaleikanna fór fram í vikunni. Þá voru allir nemendur skólans kallaðir á sal sem var þétt setinn.  Þrjú efstu liðin fengu viðurkenningu og valdir voru tveir bestu liðsstjórarnir sem eru þau Bjarmar og Karitas.  Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir norræna skólahlaupið en þar stóðu bekkirnir krummar, súlur og sólskríkjur upp úr. Sjá nánari […]

Lesa meira

„Vinir úr Salaskóla“

Í tilefni af Degi gegn einelti fóru nemendur úr 9. og 10. bekk í heimsókn í leikskólana föst. 7.11. og unnu með börnunum að ýmsum verkefnum í tengslum við þemað Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum degi úr leikskólanum í Fífuseli. 

Lesa meira

Góðir gestir í heimsókn

Við höfum fengið góða gesti til okkar í nóvember. Rithöfundurinn Gunnar Helgason kom til okkar og las upp  úr nýju bókinni sinni „Gula spjaldið í Gautaborg“. Krakkarnir tóku honum vel og margir gáfu sig á tal við hann eftir upplesturinn. Töframaðurinn Einar og aðstoðarkona hans kíktu á krakkana í 1. – 4. bekk og […]

Lesa meira

Vegna mögulegs verkfalls 10. nóvember

Starfsmannafélag Kópavogs hefur boðað verkfall frá og með mánudeginum 10. nóvember nk. semjist ekki fyrir þann tíma. Ef af verkfalli verður mun það hafa veruleg áhrif á starfsemi grunnskóla í Kópavogi og þar með Salaskóla. Afleiðingarnar hér verða svohljóðandi: – dægradvöl skólans lokar alveg meðan á verkfalli stendur, á líka við um klúbbastarf í […]

Lesa meira

Dagur gegn einelti

Föstudagurinn 7. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti hér í Salahverfi. Þetta er samstarfsverkefni milli leikskólanna í hverfinu og Salaskóla. Nemendurnir 9. og 10. bekkjar fara í heimsókn í leikskólana og vinna með börnunum að ýmsum verkefnum sem tengjast verkefninu Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Nemendur í 7. […]

Lesa meira

Krakkarnir inni í fyrri útivist

Við höldum krökkunum inni í fyrri útivist í dag vegna mengunar. Loftgæði eru slæm fyrir viðkvæma en í sjálfu sér í lagi fyrir krakka að vera úti reyni þau ekki á sig. Til að vera örugg höldum við þeim inni núna. Sjáum til í hádeginu.

Lesa meira

Morgunkaffi – byrjum 5. nóvember

Þá er komið að morgunfundum skólastjórnenda í Salaskóla með foreldrum. Miðvikudaginn 5. nóvember bjóðum við foreldrum barna í 1. bekk til okkar, 6. nóvember foreldrum barna í 2. bekk og 7. nóvemeber foreldrum barna í 3. bekk. Fundirnir hefjast kl. 8:10 og standa til kl. 9.00 og eru í sal skólans. Á fundunum ræðum við […]

Lesa meira

Reykjafarar lagðir af stað heim

7. bekkur hefur verið á Reykjum þessa viku og þau lögðu af stað í bæinn áðan klukkan rúmlega 12. Gert er ráð fyrir að þau verði komin í bæinn milli hálfþrjú og þrjú. 

Lesa meira

Gengur vel á Reykjum

Frábær stemning hér á Reykjum. Kvöldvakan hjá krökkunum gekk mjög vel og voru okkar krakkar með skemmtiatriði eins og leiki, dans og söng. Í kvöld var diskótek þar sem var mikið dansað og sungið, allir tóku þátt í gleðinni. Á morgun, fimmtudag, fá krakkarnir að velja sér vinnustöðvar og síðan seinnipartinn verður hárgreiðslukeppnin mikla […]

Lesa meira

Víðlesnir nemendur á miðstigi keppa sín á milli

lestrarkSpurningakeppnin LESUM MEIRA 2014, sem er lestrarkeppni á miðstigi, hófst í morgun með því að flórgoðar og tjaldar kepptu sín á milli. Afar skrautleg og flott lið mættu til leiks þennan morguninn með hvatningaspjöld í stíl við skrautlegan klæðnað og andlitsmálningu. Flórgoðar báru sigur úr bítum að þessu sinni með litlum mun stiga en bæði liðin stóðu sig afbragðs vel. Síðar í vikunni mætast tildrur og vepjur og þannig koll af kolli þar til fundin hafa verið tvö lið til að keppa til úrslita sem verður í lok nóvember.

Lesa meira

Sjöundubekkingar ánægðir á Reykjum

7. bekkur skemmtir sér mjög vel hér á Reykjum. Fjölbreytt og spennandi dagsskrá er í boði og þau taka þátt í öllu með bros á vör og erum við kennarar stoltir af okkar fólki. Dagarnir eru uppfullir af fræðslu, íþróttum, útiveru, leik og frjálsum tíma. Kvöldvökur eru fastir liðir og í kvöld (28.11.) munu […]

Lesa meira