Vegna mögulegs verkfalls 10. nóvember

Starfsmannafélag Kópavogs hefur boðað verkfall frá og með mánudeginum 10. nóvember nk. semjist ekki fyrir þann tíma. Ef af verkfalli verður mun það hafa veruleg áhrif á starfsemi grunnskóla í Kópavogi og þar með Salaskóla. Afleiðingarnar hér verða svohljóðandi:
– dægradvöl skólans lokar alveg meðan á verkfalli stendur, á líka við um klúbbastarf í 4. bekk
– húsvörður verður í verkfalli en skólastjóri má opna skólahúsið að morgni dags
– ritari verður í verkfalli og því verður erfitt að ná símasambandi við skólann. Hægt að senda tölvupóst á skólastjóra hafsteinn@kopavogur.is.  Ef um mjög brýnt mál er að ræða er hægt að hringja í Hafstein skólastjóra í síma 821 1630 eða Hrefnu aðstoðarskólastjóra í síma 864 3719
– sundlaugin verður lokuð og sundkennsla fellur því niður
– stuðningsfulltrúar fara í verkfall
– kennarar eru ekki í verkfalli og kennt verður skv. stundaskrá
– ýmis önnur röskun getur orðið af þessum völdum og munum við tilkynna um það eftir því sem við á.
– verkfallið hefur ekki áhrif á mötuneytið, þar verður matur framreiddu að venju.
Vonandi nást samningar áður en til verkfalls kemur. Við sendum upplýsingar til ykkar um það í tölvupósti og í gegnum facebooksíðu skólans.
Birt í flokknum Fréttir.