Nemendur í 8. og 9. bekk í Kópavogi fá afhentar spjaldtölvur
Allir nemendur í áttunda og níunda bekk í Kópavogi fá afhendar spjaldtölvur mánudaginn 7. september en spjaldtölvuvæðing grunnskóla í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum.
Haldnir verða kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra í tengslum við afhendinguna þar sem farið verður yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun tækjanna og aðra skilmála. Þá fá nemendur fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund áður en þeim eru afhent tækin.
Lesa meiraTengill inn á valblað nemenda í unglingadeild
https://www.surveymonkey.com/r/ZLQNG8ZVelja strax
Lesa meiraInnkaupalisti 8. – 10. bekkja
Innkaupalisti unglingadeildar Salaskóla
Námsgögn sem nemendur þurfa að eiga veturinn 2015-2016
Línustrikuð stílabók (etv.faggreinabók) A4 með gormum og götum
Reikningsbók A4 með gormum og götum
Stílabækur A5, 2 stk. fyrir 10. bekk og ein fyrir 8. og 9. bekk.
Vegna umræðu um byrjendalæsi
Salaskóli hefur stuðst við aðferðafræði byrjendalæsis í nokkur ár. Jafnframt höfum við tekið þátt í verkefninu læsi til náms sem er fyrir eldri nemendur. Í báðum þessum verkefnum hefur skólinn fengið ráðgjöf frá Háskólanum á Akureyri. Frá því að við tókum þessar aðferðir upp hefur árangur Salaskóla á samræmdum prófum í 4. bekk farið upp á við. Þetta má sjá í skýrslum um samræmd próf.
Lesa meiraNýir nemendur boðnir í heimsókn
Nýir nemendur – aðrir en þeir sem eru að byrja í 1. bekk – eru boðnir í heimsókn og skoðunarferð um skólann föstudaginn 21. ágúst kl. 13.00.
Lesa meiraUmsóknir um mötuneyti og dægradvöl
Nú hefur orðið sú breyting að umsóknir um hádegismat, dægradvöl og ávexti á nú að fylla út í íbúagátt Kópavogsbæjar.
Breytingar á mataráskrift og dægradvalartíma á einnig að gera þar.
Allir sem ætla að hafa börnin sín í mat og/eða dægradvöl frá og með skólabyrjun þurfa að FYLLA ÚT UMSÓKN í SÍÐASTA LAGI 20. ágúst.
Hvernig er farið inn í íbúagáttina?
Lesa meiraGátlistar unglingadeildar
Gátlistar unglingadeildar eru ekki komnir á vefinn og er ástæðan sú að við erum að endurskoða listana vegna spjaldtölvuvæðingarinnar. Biðjum ykkur að sýna þessu þolinmæði enda er ekki ólíklegt að þetta leiði til minni útgjalda foreldra.
Lesa meiraSkólasetning – fyrsti skóladagur
Salaskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst og eiga nemendur að mæta sem hér segir: Klukkan 9:00 2., 3. og 4. bekkur Klukkan 10:00 5., 6. og 7. bekkur Klukkan 11:00 8., 9. og 10. bekkur Á skólasetningu er lesið upp í bekki, nemendur hitta umsjónarkennara sinn og bekkjarfélaga. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. […]
Lesa meiraSalaskóli í sumarleyfi
Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa til 6. ágúst. Ef þú ætlar að skrá nýjan nemenda í skólann þá getur þú gert það á vefnum eins og kemur fram hér neðar á síðunni. Einnig er mikilvægt að fá upplýsingar um nemenda sem fara úr Salaskóla í aðra skóla. Sendið upplýsingar um það á netfang […]
Lesa meiraSkráning nemanda í skólann
Ef þú ert að flytja í Salahverfi og / eða ætlar að skrá nýjan nemanda í skólann þá er mikilvægt að gera það strax. Þar sem skrifstofa skólans er lokuð til 6. ágúst er mikilvægt að fylla út eyðublað á þessum tengli http://goo.gl/forms/ywtk97HEbD
Lesa meiraSpjaldtölvur afhentar kennurum skólans
. Í bítið í morgun fór fram afhending spjaldtölva af gerðinni ipad til allra kennara Salaskóla. Afar góð stemmning var á meðal kennara við afhendinguna og sannarlega skein áhuginn úr svip þeirra. Á næstu dögum verður boðið upp á námskeið fyrir kennara í notkun og meðhöndlun tækisins. Miklar vonir eru bundnar við að […]
Lesa meiraSalaskóla slitið í fjórtánda sinn
Salaskóla var slitið í fjórtánda sinn í dag en þá komu nemendur í 1. – 9. bekk í skólann til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng fáein lög undir stjórn Ragnheiðar tónmenntakennara við undirleik nemenda og síðan gengu umsjónarkennarar til stofu með nemendur sína til að afhenda […]
Lesa meira